Ýmsar ýkjur hjá skáldlegum íþróttafréttamönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 10:30 Sigurður Sigurðsson, Bjarni Fel og Gaupi. Vísir Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991. Íþróttir Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991.
Íþróttir Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira