Lego í samstarf með Ferrari, Porsche og McLaren Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 09:16 McLaren bíll frá Lego. Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent
Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent