Ertu með of háan blóðþrýsting? Rikka skrifar 5. nóvember 2014 11:30 visir/getty Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana. Heilsa Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið
Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.
Heilsa Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið