Porsche leigir Sistínsku kapelluna Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 09:23 Í Sistínsku kapellunni. Sistínska kapellan í Vatikaninu hefur aldrei verið leigð út og er Porsche fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Porsche ætlar að bjóða 40 gestum fyrir 5.000 evra aðgangseyri á mann að hlusta þar á klassíska tónlist, halda þar himneska matarveislu og leyfa þeim í leiðinni að njóta í leiðinni listaverka Michelangelo og Raphael. Það er Porsche Travel Club sem stendur að þessum viðburði. Núverandi páfi vill leyfa svona viðburði í kapellunni og láta ágóða þess renna til góðgerðarstarfs fyrir fátæka og heimilislausa. Þegar hann var kjörinn kallaði hann eftir breyttri stefnu kirkjunnar og að hún ætti að styðja við fólk sem ætti í vanda og þetta ein birtingarmynd þess. Þess má geta að páfinn býr sjálfur í lítilli íbúð án alls íburðar, ólíkt forverum sínum. Porsche vill ekki gefa það upp hverjir munu verða viðstaddir þennan menningarviðburð en er stolt af framlagi sínu til þeirra minna megandi. Á hverju ári heimsækja um 6 milljónir manns Sistínsku kapelluna í Vatikaninu. Hljómleikar hafa áður verið haldnir í kirkjunni en þeir hafa hingað til verið haldnir í tengslum við krikjulegt starf þar. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Sistínska kapellan í Vatikaninu hefur aldrei verið leigð út og er Porsche fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Porsche ætlar að bjóða 40 gestum fyrir 5.000 evra aðgangseyri á mann að hlusta þar á klassíska tónlist, halda þar himneska matarveislu og leyfa þeim í leiðinni að njóta í leiðinni listaverka Michelangelo og Raphael. Það er Porsche Travel Club sem stendur að þessum viðburði. Núverandi páfi vill leyfa svona viðburði í kapellunni og láta ágóða þess renna til góðgerðarstarfs fyrir fátæka og heimilislausa. Þegar hann var kjörinn kallaði hann eftir breyttri stefnu kirkjunnar og að hún ætti að styðja við fólk sem ætti í vanda og þetta ein birtingarmynd þess. Þess má geta að páfinn býr sjálfur í lítilli íbúð án alls íburðar, ólíkt forverum sínum. Porsche vill ekki gefa það upp hverjir munu verða viðstaddir þennan menningarviðburð en er stolt af framlagi sínu til þeirra minna megandi. Á hverju ári heimsækja um 6 milljónir manns Sistínsku kapelluna í Vatikaninu. Hljómleikar hafa áður verið haldnir í kirkjunni en þeir hafa hingað til verið haldnir í tengslum við krikjulegt starf þar.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent