Toyota búið að selja 7 milljón Hybrid bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 09:05 Toyota Prius er söluhæsti Hybrid bíll fyrirtækisins. Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent