Starfsemi glæðist í skóla Svarfdælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2014 19:00 Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira