Lækkun eldsneytisverðs skaðar tvinn- og rafmagnsbílasölu vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 15:15 Ford Focus EV rafmagnsbíll í hleðslu. Eldsneytisverð hefur lækkað mjög skart í heiminum undanfarið og í síðustu viku varð meiri lækkun á bensínverði í Bandaríkjunum en orðið hefur í meira en 2 ár. Þá lækkaði verð um 10 sent, eða 12 krónur á aðeins einni viku. Þar má á einstaka bensínstöðvum sjá svo lágt verð sem 2,70 dollara á gallon, eða 85 krónur á hvern lítra. Meðalverðið í landinu er þó um 3,14 dollarar á gallon, eða 99 krónur. Þetta lága verð á eldsneyti gerir lítið til að hvetja fólk vestanhafs til kaupa á rafmagnsbílum og tvinnbílum og það sést í sölutölunum undanfarið. Tvinnbílar og rafmagnsbílar hlaðast nú upp hjá bílaumboðum þarlendis og framleiðendur þeirra hafa neyðst til að lækka verðið til að koma hreyfingu á sölu þeirra. Framleiðendur lækka verðið Nýlega lækkaði Ford verðið á Ford Focus EV sem gengur fyrir rafmagni um 6.000 dollara og það sama gerði Nissan með Leaf bíl sinn fyrr á árinu. Toyota hefur þurft að hækka afslætti á tvinn- og rafmagnsbílum sínum frá 1.400 dollurum að meðaltali fyrir ári síðan í 2.300 dollara nú. Ford hækkaði afslátt á rafmagnsútgáfu C-Max frá 2.650 dollurum í 4.900 dollara. Þessar aðgerðir Toyota og Ford hefur ekki orðið til að auka sölu þessara bíla, heldur þvert á móti. Sala eyðslufrekra pallbíla hefur í staðinn verið í miklum blóma og er söluaukning þeirra talin í tugum prósent hjá öllum framleiðendum. Bílaframleiðendum er gert af yfirvöldum að framleiða sífellt eyðslugrennri bíla og því streyma nú sífellt fleiri gerðir rafmagns- og tvinnbíla frá þeim, sem illa gengur að selja í Bandaríkjunum. Sú þróun hefur þó ekki orðið í Evrópu, en þar heldur sala rafmagns- og tvinnbíla áfram að aukast enda er eldsneytisverð í álfunni miklu mun hærra en í Bandaríkjunum, vegna hárra skatta á eldsneyti. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent
Eldsneytisverð hefur lækkað mjög skart í heiminum undanfarið og í síðustu viku varð meiri lækkun á bensínverði í Bandaríkjunum en orðið hefur í meira en 2 ár. Þá lækkaði verð um 10 sent, eða 12 krónur á aðeins einni viku. Þar má á einstaka bensínstöðvum sjá svo lágt verð sem 2,70 dollara á gallon, eða 85 krónur á hvern lítra. Meðalverðið í landinu er þó um 3,14 dollarar á gallon, eða 99 krónur. Þetta lága verð á eldsneyti gerir lítið til að hvetja fólk vestanhafs til kaupa á rafmagnsbílum og tvinnbílum og það sést í sölutölunum undanfarið. Tvinnbílar og rafmagnsbílar hlaðast nú upp hjá bílaumboðum þarlendis og framleiðendur þeirra hafa neyðst til að lækka verðið til að koma hreyfingu á sölu þeirra. Framleiðendur lækka verðið Nýlega lækkaði Ford verðið á Ford Focus EV sem gengur fyrir rafmagni um 6.000 dollara og það sama gerði Nissan með Leaf bíl sinn fyrr á árinu. Toyota hefur þurft að hækka afslætti á tvinn- og rafmagnsbílum sínum frá 1.400 dollurum að meðaltali fyrir ári síðan í 2.300 dollara nú. Ford hækkaði afslátt á rafmagnsútgáfu C-Max frá 2.650 dollurum í 4.900 dollara. Þessar aðgerðir Toyota og Ford hefur ekki orðið til að auka sölu þessara bíla, heldur þvert á móti. Sala eyðslufrekra pallbíla hefur í staðinn verið í miklum blóma og er söluaukning þeirra talin í tugum prósent hjá öllum framleiðendum. Bílaframleiðendum er gert af yfirvöldum að framleiða sífellt eyðslugrennri bíla og því streyma nú sífellt fleiri gerðir rafmagns- og tvinnbíla frá þeim, sem illa gengur að selja í Bandaríkjunum. Sú þróun hefur þó ekki orðið í Evrópu, en þar heldur sala rafmagns- og tvinnbíla áfram að aukast enda er eldsneytisverð í álfunni miklu mun hærra en í Bandaríkjunum, vegna hárra skatta á eldsneyti.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent