Fjölnotabíll með mögnuð akstursgæði Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 13:45 BMW 225i vakti bæði forvitni ökumanna og fjórfætlinga. Það var með hálfgerðri ónótatilfinningu sem haldið var til Austurríkis til að prófa nýjustu afurð þýska lúxusbílaframleiðandans BMW. Er þar á ferðinni fjölnotabíll (MPV) sem ber nafnið BMW 2 Active Tourer. Sá ótti reyndist þó óþarfur, en þetta var líka í fyrsta skipti sem greinarritari hefur prófað skemmtilegan fjölnotabíll sem ennfremur er með frábæra akstureiginleika. Ekki voru margir BMW aðdáendur sem stukka hæð sína af kæti þegar það fréttist út að fyrirtækið ætlaði að framleiða fjölnotabíl, sem stundum hafa verið kallaðir strumpastrætóar. Auk þess er hann framhjóladrifinn, sem flokkast undir helgispjöll þegar BMW bílar eru annars vegar. Einhverntíma stóð á fyrstu blaðsíðu rétttrúnaðarrits þróunardeildar BMW; „Hér eru smíðaðir bílar með afturhjóladrifi eða fjórhjóladrifi.“ Frá því hefur nú verið vikið, en einhvernvegin í áranum tekst BMW hér samt að smíða bíl sem hefur hin sönnu BMW-gen, þ.e. frábær akstursbíll. Það er í sjálfu sér merkilegt að þessi framleiðandi skemmtilegra sportlegra bíla skuli blanda sér í baráttuna um sölu fjölnotabíla. Er það þó helst til marks um það kapphlaup þýsku lúxusbílaframleiðendanna að selja sem mest og þá er enginn flokkur bíla svo vanhelgur að þar megi ekki taka þátt.Fríðasti fjölnotabíllinn til þessa Fyrst að útliti bílsins. Það hefur engum bílaframleiðanda tekist að teikna fallegan fjölnotabíl. Nauðsynleg þakhæð þeirra og hlutföll leyfa bara ekki slíkt, en hér er þó komin besta tilraunin til þessa. Það liggur við að bíllinn sé fallegur og víst er að hann nær merkilega vel BMW útliti. Sérstaklega á það við framenda bílsins sem hallar bratt niður og sé horft framan á bílinn gæti þar farið hver annar fagur BMW bíll. Að aftan sést berlega hve hár hann er en lítil afturrúðan ljær honum sportlegan svip en skerðir þó útsýnið úr baksýnisspegli. Bíllinn er merkilega laglegur frá hlið og gera frekar brattar framhallandi línur mikið fyrir hann.Stórbrotin innrétting Þegar inn í bílinn er komið færist bros yfir áhorfandann, en þar blasir við hreinræktuð fegurð og ekki í neinu samræmi við aðra fjölnotabíla. Hann er íburðarmikill, stílhreinn og svo vel er vandað í efnisvali að leit er að öðru eins. Í sannleika sagt var greinarritari steinhissa á flottheitunum og í ljósi þess verðs sem á bílnum verðum, þ.e. um 5 milljónum króna, er þetta nánast úr takti. Ljós leðurklæðning með rauðum saumi er eitthvað sem menn eiga ekki að venjast í fjölnotabílum, en í þeim var gott að vera. „Head-up-display“ er heldur óþekkt í svona bíl, þ.e. helstu upplýsingum er varpað uppá framrúðuna, frábær búnaður þar og ein skemmtilegast tækninýjungin í sem finna má í nýjum bílum. Hér er vart byrjað að telja upp allan þann tæknibúnað sem í bílnum er, enda alltof löng upptalning.Mögnuð akstursgæði af svona bílgerð Ótti undirritaðs snéri ekki helst að útliti bílsins, heldur aksturseiginleikum hans, en fjölnotabílar hafa ekki skorað hátt þar hingað til. Ekki hafði verið ekið uns brunað var brosandi hringinn eftir Austurrísku fjallavegunum í nágrenni Sölden skíðasvæðisins. Fagurt útsýnið var í beinu samræmi við akstursgetu bílsins og alveg var sama hversu reynt var á bílinn í mýmörgum kröppum beygjunum, ekki vildi hann haggast á vegi. Kom þetta gríðarlega á óvart og það takmarkaðist eingöngu við hræðslu ökumanns að finna ekki endanleg takmörk bílsins, en þær þyrftu að vera æði geðveikislegar. Þarna er því kominn enn einn gæðaaksturbíllinn frá BMW, þrátt fyrir að vera framhjóladrifinn fjölnotabíll. Þeir eru jú snillingar að smíða góða aksturbíla hjá BMW, enda með slagorðið „The Ultimate Driving Machine“. Vélbúnaðurinn sem býðst í uppafi er 150 hestafla og 2,0 lítra dísilvél í 218d og 228 hestafla 2,0 lítra bensínvél í 225i með 8 gíra sjálfskiptingu. Báðir eru bílarnir öflugir, en eðlilega er 228 hestafla bíllinn sá sem nær breiðara brosi ökumanna. Hann er í raun dálítil spíttkerra sem ferlega gaman er að leika sér á. BMW mun síðar bjóða mun fleiri vélargerðir í þennan bíl. Eitt vakti sérstaklega athygli við akstur aflmeiri bílsins en það var hversu hljóðlátur hann er með öll sín öskrandi hestöfl. Fyrir vikið var oft vanmetið hve fast var stigið með bensínfætinum og hraðinn orðinn að sama skapi mikill.Verðið ætti ekki að hræða neinn Fjölnotabílar hafa hingað til ekki verið til í lúxusbílaflokki. Því markar þess bíll nokkur þáttaskil, en góð sala allra þýsku lúxusbílaframleiðendanna, sama í hvaða flokki sem er, sýnir best þá vaxandi eftirspurn sem eftir lúxusbílum er í dag. Það að bílar séu lúxusbílar með frekar öflugar vélar þarf ekki lengur að þýða að þeir eyðu miklu eldsneyti. Uppgefin eyðsla dísilbílsins er 4,1 lítrar og fáir bílar gera betur þó smærri séu. Bensínbíllinn er enginn hákur heldur og sýndi afar lágar tölur í reynsluakstrinum. Einn alstærsti kosturinn við BMW 2 Active Tourer er þó verð hans, en í ódýrustu útfærslu 218d bílsins nær það ekki 5 milljónum króna og fá kaupendur þar mikið fyrir aurinn.Kostir: Aksturseiginleikar, aflmikil vélar, innréttingÓkostir: Ytra fjölnotabílsútlit 2,0 l. dísilvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð: 4.990.000 kr. Umboð: BLSérlega vönduð innrétting í BMW 2 Active Tourer.Vistlegt í aftursætinu. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Það var með hálfgerðri ónótatilfinningu sem haldið var til Austurríkis til að prófa nýjustu afurð þýska lúxusbílaframleiðandans BMW. Er þar á ferðinni fjölnotabíll (MPV) sem ber nafnið BMW 2 Active Tourer. Sá ótti reyndist þó óþarfur, en þetta var líka í fyrsta skipti sem greinarritari hefur prófað skemmtilegan fjölnotabíll sem ennfremur er með frábæra akstureiginleika. Ekki voru margir BMW aðdáendur sem stukka hæð sína af kæti þegar það fréttist út að fyrirtækið ætlaði að framleiða fjölnotabíl, sem stundum hafa verið kallaðir strumpastrætóar. Auk þess er hann framhjóladrifinn, sem flokkast undir helgispjöll þegar BMW bílar eru annars vegar. Einhverntíma stóð á fyrstu blaðsíðu rétttrúnaðarrits þróunardeildar BMW; „Hér eru smíðaðir bílar með afturhjóladrifi eða fjórhjóladrifi.“ Frá því hefur nú verið vikið, en einhvernvegin í áranum tekst BMW hér samt að smíða bíl sem hefur hin sönnu BMW-gen, þ.e. frábær akstursbíll. Það er í sjálfu sér merkilegt að þessi framleiðandi skemmtilegra sportlegra bíla skuli blanda sér í baráttuna um sölu fjölnotabíla. Er það þó helst til marks um það kapphlaup þýsku lúxusbílaframleiðendanna að selja sem mest og þá er enginn flokkur bíla svo vanhelgur að þar megi ekki taka þátt.Fríðasti fjölnotabíllinn til þessa Fyrst að útliti bílsins. Það hefur engum bílaframleiðanda tekist að teikna fallegan fjölnotabíl. Nauðsynleg þakhæð þeirra og hlutföll leyfa bara ekki slíkt, en hér er þó komin besta tilraunin til þessa. Það liggur við að bíllinn sé fallegur og víst er að hann nær merkilega vel BMW útliti. Sérstaklega á það við framenda bílsins sem hallar bratt niður og sé horft framan á bílinn gæti þar farið hver annar fagur BMW bíll. Að aftan sést berlega hve hár hann er en lítil afturrúðan ljær honum sportlegan svip en skerðir þó útsýnið úr baksýnisspegli. Bíllinn er merkilega laglegur frá hlið og gera frekar brattar framhallandi línur mikið fyrir hann.Stórbrotin innrétting Þegar inn í bílinn er komið færist bros yfir áhorfandann, en þar blasir við hreinræktuð fegurð og ekki í neinu samræmi við aðra fjölnotabíla. Hann er íburðarmikill, stílhreinn og svo vel er vandað í efnisvali að leit er að öðru eins. Í sannleika sagt var greinarritari steinhissa á flottheitunum og í ljósi þess verðs sem á bílnum verðum, þ.e. um 5 milljónum króna, er þetta nánast úr takti. Ljós leðurklæðning með rauðum saumi er eitthvað sem menn eiga ekki að venjast í fjölnotabílum, en í þeim var gott að vera. „Head-up-display“ er heldur óþekkt í svona bíl, þ.e. helstu upplýsingum er varpað uppá framrúðuna, frábær búnaður þar og ein skemmtilegast tækninýjungin í sem finna má í nýjum bílum. Hér er vart byrjað að telja upp allan þann tæknibúnað sem í bílnum er, enda alltof löng upptalning.Mögnuð akstursgæði af svona bílgerð Ótti undirritaðs snéri ekki helst að útliti bílsins, heldur aksturseiginleikum hans, en fjölnotabílar hafa ekki skorað hátt þar hingað til. Ekki hafði verið ekið uns brunað var brosandi hringinn eftir Austurrísku fjallavegunum í nágrenni Sölden skíðasvæðisins. Fagurt útsýnið var í beinu samræmi við akstursgetu bílsins og alveg var sama hversu reynt var á bílinn í mýmörgum kröppum beygjunum, ekki vildi hann haggast á vegi. Kom þetta gríðarlega á óvart og það takmarkaðist eingöngu við hræðslu ökumanns að finna ekki endanleg takmörk bílsins, en þær þyrftu að vera æði geðveikislegar. Þarna er því kominn enn einn gæðaaksturbíllinn frá BMW, þrátt fyrir að vera framhjóladrifinn fjölnotabíll. Þeir eru jú snillingar að smíða góða aksturbíla hjá BMW, enda með slagorðið „The Ultimate Driving Machine“. Vélbúnaðurinn sem býðst í uppafi er 150 hestafla og 2,0 lítra dísilvél í 218d og 228 hestafla 2,0 lítra bensínvél í 225i með 8 gíra sjálfskiptingu. Báðir eru bílarnir öflugir, en eðlilega er 228 hestafla bíllinn sá sem nær breiðara brosi ökumanna. Hann er í raun dálítil spíttkerra sem ferlega gaman er að leika sér á. BMW mun síðar bjóða mun fleiri vélargerðir í þennan bíl. Eitt vakti sérstaklega athygli við akstur aflmeiri bílsins en það var hversu hljóðlátur hann er með öll sín öskrandi hestöfl. Fyrir vikið var oft vanmetið hve fast var stigið með bensínfætinum og hraðinn orðinn að sama skapi mikill.Verðið ætti ekki að hræða neinn Fjölnotabílar hafa hingað til ekki verið til í lúxusbílaflokki. Því markar þess bíll nokkur þáttaskil, en góð sala allra þýsku lúxusbílaframleiðendanna, sama í hvaða flokki sem er, sýnir best þá vaxandi eftirspurn sem eftir lúxusbílum er í dag. Það að bílar séu lúxusbílar með frekar öflugar vélar þarf ekki lengur að þýða að þeir eyðu miklu eldsneyti. Uppgefin eyðsla dísilbílsins er 4,1 lítrar og fáir bílar gera betur þó smærri séu. Bensínbíllinn er enginn hákur heldur og sýndi afar lágar tölur í reynsluakstrinum. Einn alstærsti kosturinn við BMW 2 Active Tourer er þó verð hans, en í ódýrustu útfærslu 218d bílsins nær það ekki 5 milljónum króna og fá kaupendur þar mikið fyrir aurinn.Kostir: Aksturseiginleikar, aflmikil vélar, innréttingÓkostir: Ytra fjölnotabílsútlit 2,0 l. dísilvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 8,9 sek. Hámarkshraði: 210 km/klst Verð: 4.990.000 kr. Umboð: BLSérlega vönduð innrétting í BMW 2 Active Tourer.Vistlegt í aftursætinu.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent