Ford segir upp 20% í B-Max verksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 15:47 Ford B-Max. Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Salan á smávaxna fjölnotabílnum B-Max hefur valdið Ford vonbrigðum og nú hefur Ford neyðst til að segja 20% af starfsfólki í veksmiðju sinni í Craiova í Rúmeníu, en þar er ford B-Max framleiddur. Missa 680 manns vinnuna við uppsagnirnar. Sala B-Max féll um 21% á fyrstu 9 mánuðum ársins og seldust alls 43.749 bílar. Svo virðist sem kaupendur bíla velji fremur jepplinga en smærri fjölnotabíla þessa dagana og sala B-Max endurspeglar það. Ford hefur á prjónunum að hefja sölu annarrar bílgerðar í verksmiðjunni í Rúmeníu til að hífa upp nýtingu hennar. Ford tók yfir þessa verksmiðju í Rúmeníu af Automobile Craiova árið 2008, en hóf smíði B-Max bílsins þar fyrir tveimur árum.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent