Er þetta Porsche Pajun? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2014 10:04 Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami. Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent
Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami.
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent