Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 21:23 Ragnar Jóhannsson skoraði átta mörk fyrir FH í kvöld. Vísir/Vilhelm FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. Akureyri vann Hauka örugglega á heimavelli og topplið Aftureldingar og Val gerðu jafntefli í æsispennandi leik.Stjarnan vann dramatískan 28-27 útisigur á HK í Digranesi. HK-ingar snéru leiknum við á lokakaflanum með því að skora fjögur mörk í röð og komst í 27-26 en Stjörnumenn áttu lokaorðið og tryggðu sér sigur með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Hrannar Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti nokkrum sekúndum fyrir leikslok.Akureyringar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir burstuðu Haukana með sjö marka mun fyrir norðan, 28-21, en með þessum sigri fór Akureyrarliðið upp fyrir Hauka og upp í 5. sæti deildarinnar. Kristján Orri Jóhannsson skoraði tíu mörk fyrir Akureyringa sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína frá því að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins.FH-ingar fóru létt með Framara á heimavelli sínum í Kaplakrika og unnu að lokum sjö marka sigur sem skilaði liðinu aftur upp í þriðja sæti deildarinnar. FH-ingar voru þarna að fagna sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum en Framliðið hefur tapað þremur leikjum í röð og átta af tíu leikjum sínum í vetur.Afturelding og Valur gerðu 28-28 jafntefli í frábærum leik að Varmá í Mosfellsbæ en Valsmaðurinn Bjartur Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið í leiknum og bæði lið fengu síðan tækifæri til að skora sigurmarkið á lokakafla leiksins. Það er hægt að lesa meira um leikinn hér.Úrslit og markaskorarar í Olís-deild karla í kvöld:Akureyri - Haukar 28-21 (16-9)Mörk Akureyrar (skot): Kristján Orri Jóhannsson 10/3 (14/4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 8 (10), Sigþór Heimisson 4 (8), Elías Már Halldórsson 4 (11), Bergvin Þór Gíslason 2 (3), Heimir Örn Árnason (1).Varin skot: Tomas Olason 18/1 (38/2, 47%).Mörk Hauka (skot): Þröstur Þráinsson 4/1 (4/1), Adam Haukur Baumruk 4 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (10), Árni Steinn Steinþórsson 4 (14), Einar Pétur Pétursson 2 (3), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Egill Eiríksson 1 (1), Janus Daði Smárason (3/1).Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 7/1 (18/2, 39%), Giedrius Morkunas 7 (24/2, 29%).Afturelding - Valur 28-28 (15-12)Mörk Aftureldingar (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 6/2 (7/2), Böðvar Páll Ásgeirsson 6 (11), Örn Ingi Bjarkason 5 (10), Ágúst Birgisson 4 (5), Gestur Ólafur Ingvarsson 3 (4), Jóhann Jóhannsson 2/1 (6/1), Pétur Júníusson 1 (1), Gunnar Þórsson 1 (3).Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 11 (29/2, 38%), Pálmar Pétursson 5 (15/1, 33%).Mörk Vals (skot): Kári Kristján Kristjánsson 8/3 (8/3), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (11), Elvar Friðriksson 4 (6), Geir Guðmundsson 4 (8), Finnur Ingi Stefánsson 2 (2), Bjartur Guðmundsson 2 (2), Alexander Örn Júlíusson 1 (3), Sveinn Aron Sveinsson 1 (3).Varin skot: Stephen Nielsen 11 (26/2, 42%), Kristján Ingi Kristjánsson 8 (21/1, 38%).HK - Stjarnan 27-28 (12-14)Mörk HK: Leó Snær Pétursson 7, Tryggvi Þór Tryggvason 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Garðar Svansson 4, Guðni Már Kristinsson 3, Þorkell Magnússon 2, Aron Gauti Óskarsson 1.Mörk Stjörnunnar: Egill Magnússon 8, Andri Hjartar Grétarsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Hilmar Pálsson 4, Starri Friðriksson 2, Víglundur Jarl Þórsson 1, Ari Pétursson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.FH - Fram 29-22 (15-9)Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 8, Andri Berg Haraldsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Ísak Rafnsson 3, Daníel Matthíasson 3, Andri Hrafn Hallsson 2, Hlynur Bjarnason 1, Bjarki Þór Kristinsson 1, Steingrímur Gústafsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1.Mörk Fram: Garðar B. Sigurjónsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Þröstur Bjarkason 2, Ragnar Þór Kjartansson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Elías Bóasson 1, Kristinn Björgúlfsson 1. Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. Akureyri vann Hauka örugglega á heimavelli og topplið Aftureldingar og Val gerðu jafntefli í æsispennandi leik.Stjarnan vann dramatískan 28-27 útisigur á HK í Digranesi. HK-ingar snéru leiknum við á lokakaflanum með því að skora fjögur mörk í röð og komst í 27-26 en Stjörnumenn áttu lokaorðið og tryggðu sér sigur með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Hrannar Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti nokkrum sekúndum fyrir leikslok.Akureyringar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir burstuðu Haukana með sjö marka mun fyrir norðan, 28-21, en með þessum sigri fór Akureyrarliðið upp fyrir Hauka og upp í 5. sæti deildarinnar. Kristján Orri Jóhannsson skoraði tíu mörk fyrir Akureyringa sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína frá því að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins.FH-ingar fóru létt með Framara á heimavelli sínum í Kaplakrika og unnu að lokum sjö marka sigur sem skilaði liðinu aftur upp í þriðja sæti deildarinnar. FH-ingar voru þarna að fagna sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum en Framliðið hefur tapað þremur leikjum í röð og átta af tíu leikjum sínum í vetur.Afturelding og Valur gerðu 28-28 jafntefli í frábærum leik að Varmá í Mosfellsbæ en Valsmaðurinn Bjartur Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið í leiknum og bæði lið fengu síðan tækifæri til að skora sigurmarkið á lokakafla leiksins. Það er hægt að lesa meira um leikinn hér.Úrslit og markaskorarar í Olís-deild karla í kvöld:Akureyri - Haukar 28-21 (16-9)Mörk Akureyrar (skot): Kristján Orri Jóhannsson 10/3 (14/4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 8 (10), Sigþór Heimisson 4 (8), Elías Már Halldórsson 4 (11), Bergvin Þór Gíslason 2 (3), Heimir Örn Árnason (1).Varin skot: Tomas Olason 18/1 (38/2, 47%).Mörk Hauka (skot): Þröstur Þráinsson 4/1 (4/1), Adam Haukur Baumruk 4 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (10), Árni Steinn Steinþórsson 4 (14), Einar Pétur Pétursson 2 (3), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Egill Eiríksson 1 (1), Janus Daði Smárason (3/1).Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 7/1 (18/2, 39%), Giedrius Morkunas 7 (24/2, 29%).Afturelding - Valur 28-28 (15-12)Mörk Aftureldingar (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 6/2 (7/2), Böðvar Páll Ásgeirsson 6 (11), Örn Ingi Bjarkason 5 (10), Ágúst Birgisson 4 (5), Gestur Ólafur Ingvarsson 3 (4), Jóhann Jóhannsson 2/1 (6/1), Pétur Júníusson 1 (1), Gunnar Þórsson 1 (3).Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 11 (29/2, 38%), Pálmar Pétursson 5 (15/1, 33%).Mörk Vals (skot): Kári Kristján Kristjánsson 8/3 (8/3), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (11), Elvar Friðriksson 4 (6), Geir Guðmundsson 4 (8), Finnur Ingi Stefánsson 2 (2), Bjartur Guðmundsson 2 (2), Alexander Örn Júlíusson 1 (3), Sveinn Aron Sveinsson 1 (3).Varin skot: Stephen Nielsen 11 (26/2, 42%), Kristján Ingi Kristjánsson 8 (21/1, 38%).HK - Stjarnan 27-28 (12-14)Mörk HK: Leó Snær Pétursson 7, Tryggvi Þór Tryggvason 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Garðar Svansson 4, Guðni Már Kristinsson 3, Þorkell Magnússon 2, Aron Gauti Óskarsson 1.Mörk Stjörnunnar: Egill Magnússon 8, Andri Hjartar Grétarsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Hilmar Pálsson 4, Starri Friðriksson 2, Víglundur Jarl Þórsson 1, Ari Pétursson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.FH - Fram 29-22 (15-9)Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 8, Andri Berg Haraldsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Ísak Rafnsson 3, Daníel Matthíasson 3, Andri Hrafn Hallsson 2, Hlynur Bjarnason 1, Bjarki Þór Kristinsson 1, Steingrímur Gústafsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1.Mörk Fram: Garðar B. Sigurjónsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Þröstur Bjarkason 2, Ragnar Þór Kjartansson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Elías Bóasson 1, Kristinn Björgúlfsson 1.
Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira