Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 17:25 Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent