Sport

Eygló Ósk bætti sólarhringsgamalt Íslandsmet sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir setti nýtt Íslandsmet í dag þegar hún tryggði sér sigur í 100 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Ásvallarlaug í Hafnarfirði.

Eygló Ósk kom í mark á 58,58 sekúndum og bætti þar með Íslandsmetið sem hún setti í fyrstu ferð í 4 x 100 metra fjórsundi með boðssundsveit ÍBR í gær en þá synti Eygló 100 metra baksundið á 58,83 sekúndum.  

Fyrir mótið var Íslandsmetið í 100 metra baksundi 59,26 sekúndur og hefur Eygló því bætt það samtals um 68 hundraðshluta um helgina.

Eygló Ósk bætti þar með við enn einu Íslandsmeti um helgina en hún hefur sett sex Íslandsmet í einstaklingssundum á mótinu auk þess að hjálpa blandaðri boðssundssveit ÍBR að setja met í 4 x 50 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×