Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld en strákarnir komu hingað til Plzen í gærkvöldi eftir nokkurra daga dvöl í Brussel í Belgíu.
Leikmenn æfðu á keppnisvellinum, Doosan-leikvanginum, sem er hér rétt við miðbæ þessa fallegu borgar og við hlið hinnar risastóru Pilsner Urquell bruggsmiðjunnar.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir en eins og sjá má er völlurinn hinn glæsilegasti og ætti að skapast mögnuð stemning á leiknum annað kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi, sem og beinni útvarpslýsingu Guðmundar Benediktssonar á Bylgjunni.
Allir tóku þátt á æfingunni í Plzen | Myndir

Tengdar fréttir

Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra
Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen.

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen
Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Gummi Ben lýsir leik Tékklands og Íslands á Bylgjunni
Útvarpslýsingar Gumma Ben slógu í gegn fyrr á árinu og nú verður framhald á.

45 þúsund Tékkar óskuðu eftir miðum
Rúmlega 700 Íslendingar verða á Doosan Arena.

Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn
Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla.

Allir tóku þátt í æfingunni í dag
Emil Hallfreðsson orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag.