Spánverjar áttu ekki í neinum vandræðum með Hvít-Rússa á heimavelli í kvöld. Sergio Busquets var meðal annars á skotskónum.
Isco skoraði fyrsta markið eftir átján mínútu og næsta mark kom mínútu síðar. Þar var að verki Sergio Busquets með sitt annað landsliðsmark í síðustu fjórum leikjum.
Pedro Rodriguez rak svo síðasta naglann í líkkistu gestanna frá Hvíta-Rússlandi á 55. mínútu. Lokatölur 3-0.
Spánn er í öðru sætinu með níu stig, en Slóvakía er á toppnum með tólf stig eftir sigur á Makedóníu í kvöld.
Hvíta-Rússland er einungis með eitt stig eftir leikina fjóra.
Auðvelt hjá Spáni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Körfubolti

Gunnar kveður og Stefán tekur við
Handbolti






Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum
Fótbolti
