Sport

Bronshafi frá Ólympíuleikum keppir á ÍM í sundi um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Coralie Balmy er hér lengst til hægri.
Coralie Balmy er hér lengst til hægri. Vísir/Getty
Coralie Balmy, 27 ára verðlaunasundkona frá Frakklandi, verður meðal þátttakenda Íslandsmeistaramótinu í 25m laug sem fer fram um helgina í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið hófst í morgun og líkur á sunnudaginn.

Coralie Balmy er ein af átta frönskum sundmönnum sem keppa fyrir Antibes liðið og veit íslenska sundfólkinu mikla og góða keppni um helgina. Mótið er opið alþjóðlegt mót svo hver sem er getur keppt og unnið til verðlauna. Þetta árið eru 136 keppendur skráðir í mótið úr nú félögum, 78 konur en 58 karlar.

Coralie Balmy er bæði margfaldur Evrópumeistari og verðlaunahafi í boðsveitum á Ólympíuleikum. Hún vann brons með frönsku boðssundssveitinni á Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á HM í Barcelona í fyrra. Hún varð í fjórða sæti í 400 metra skriðsundi á ÓL í Peking 2008.

Balmy hefur þrisvar orðið Evrópumeistari  í 50 metra laug og tvisvar Evrópumeistari í 25 metra laug og hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á EM.

Mótið stendur alla helgina en undanrásir hefjast kl. 10 alla morgna en úrslit kl. 16 og verður úrslitahlutum streymt beint á netið af SportTV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×