Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍR 30-25 | Kári frábær í Valssigri Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 13. nóvember 2014 11:46 vísir/ernir Valsmenn unnu ÍR í stórleik níundu umferðar með fimm marka mun, 30-25. Fyrri hálfleikur var jafn og spenanndi, en í þeim síðari voru Valsmenn mun sterkari. Valsmenn tóku góðan kafla um miðjan síðari hálfleikinn sem lagði grunninn að sigrinum. Stephen Nielsen og Kári Kristján Kristjánsson spiluðu afar stóra rullu í sigri Vals. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og skiptust á að skora. Varnarleikur beggja liða var ekkert sérstakur, en markmennirnir þá sérstaklega Stephen Nielsen var í miklu stuði. Hann var með tæplega 50% markvörslu í hálfleik. Sóknarleikur ÍR var tilviljunarkenndur og var of mikið lagt á herðar Björgvins Hólmgeirssonar sem hefur oft spilað betur en hann gerði í kvöld þrátt fyrir að vera markahæstur. Aðrir leikmenn þurfa að stíga betur upp í sóknarleiknum til að mynda Davíð Georgsson og fleiri. Heimamenn voru ávallt skrefi á undan. Þeir leiddu í hálfleik 14-12 eftir að hafa breytt stöðunni úr 9-9 í 11-9, en liðin skoruðu einungis sitthvor tvö mörkin á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu. Það var allt annar bragur á ÍR-liðinu í upphafi síðari hálfleiks. Arnar Birkir Hálfdánsson kom í skyttuna og við það fór Bjarni Fritzon í hornið. Við það breyttist leikurinn, en Arnar Birkir skoraði meðal annars tvö af fyrstu þremur mörkum ÍR í síðari hálfleik og staðan orðin 14-15 gestunum í vil. Valsmen gengu vasklega fram í að stöðva Björgvin; eins langt og dómarnir leyfu. Mikið kurr var í leikmönnum sem og áhorfendur og fengu dómararnir sinn skerf af gagnrýni. Eftir að Breiðhyltingar hefðu komust aftur yfir vöknuðu rauðklæddir heimamenn á ný. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 16-16 í 20-16 sér í vil. Eftir það var engin spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda og Valsmenn unnu að lokum fimm marka sigur; 30-25. Kári Kristján Kristjánsson var frábær á línunni hjá Val, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum af línunni. Hann bætti svo við tveimur mörkum úr vítum, en hann klikkaði einu slíku. Stephen Nielsen vaði svo afar vel í markinu en hann endaði með 43% markvörslu. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur gestina með sjö mörk, en hann hefur oft átt betri daga hann Björgvin. Næstur kom Jón Heiðar Gunnarsson með fimm mörk úr fimm skotum. Valsmenn mæta Aftureldingu á mánudag í algjörum toppleik, en liðin eru jöfn á toppnum, bæði með fimmtán stig.Guðmundur Hólmar Helgason með boltann í kvöld.vísir/ernirKári Kristján: Stutt í skítinn „Það voru allir að leggja sig fram og það voru allir að leggja saman í púkk. Við vorum með einbeitinguna klára í 50 mínútur," sagði markahæsti leikmaður Vals í dag, Kári Kristján Kristjánsson. „Það er áhyggjuefni að missa þriggja marka forystu í upphafi í síðari hálfleiks. Við náum svo sjö marka sveiflu og erum með fjögurra marka forystu þá var þetta aldrei spurning. Síðan dettum við líka niður varnarlega síðustu sjö, en heilt yfir sannfærandi." „Við fáum mómentið með okkur. Við erum engu að síður að missa boltann of oft þegar við erum að keyra upp. Við erum líklega að missa fimm eða sex bolta í þessum hröðu upphlaupum okkar. Þar verðum við að vera klókari og við eigum að ná að vera örlítið skynsamir." „Þetta er nátturlega bara handboltaleikur og það er mikið um mistök og þannig." Kári skoraði níu mörk úr tíu skotum og var skiljanlega ánægður með sína frammistöðu: „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag," sem var næst aðspurður hver sagan væri á bakvið að línumaðurinn tæki víti Vals. „Sagan er bara sú að við erum búnir að vera nýta vítin illa, en ég klúðraði einu í dag. Ég ætla ekki að gera það næst." Hvernig leggst stórleikurinn gegn Aftureldingu á mánudaginn í Kára? „Hann leggst vel í mig. Við erum alltaf að bæta ofan á okkar leik og erum sannfærandi. Það er stutt í skítinn ef menn eru ekki klárir," sagði Kári Kristján við Vísi í leikslok.Einar Hólmgeirsson þjálfar ÍR með Bjarna.vísir/ernirBjarni Fritzson: Kannski smá agaleysi „Mér finnst við þeir skora of mikið úr hraðaupphlaupum og í rauninni liggur munurinn þar," sagði spilandi þjálfari ÍR, Bjarni Fritzson við Vísi. „Varnirnar voru ágætar, mjög þéttar. Þeir ná þessum auðveldu mörkum og við erum að gera of mikið af mistökum, fleiri en þeir." „Ég get ímyndað mér að það sem sker á milli hversu illa við erum að skjóta og annað. Það er kannski smá agaleysi hjá okkur og menn missa aðeins hausinn meðan þeir halda sínu prógrammi allt í gegn." „Það er örugglega fullt jákvætt og fullt sem má betur fara. Þetta er ekkert slæmur leikur af okkar hálfu fyrir utan þennan kafla í síðari hálfleik." „Ágætir varnarlega í fyrri hálfleik og líka sóknarlega. Síðan kom flottur kafli í byrjun síðari hálfleiks einnig, en svo varð þetta hrun um miðbik síðari hálfleiks sem er það neikvæðasta," sagði Bjarni við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira
Valsmenn unnu ÍR í stórleik níundu umferðar með fimm marka mun, 30-25. Fyrri hálfleikur var jafn og spenanndi, en í þeim síðari voru Valsmenn mun sterkari. Valsmenn tóku góðan kafla um miðjan síðari hálfleikinn sem lagði grunninn að sigrinum. Stephen Nielsen og Kári Kristján Kristjánsson spiluðu afar stóra rullu í sigri Vals. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og skiptust á að skora. Varnarleikur beggja liða var ekkert sérstakur, en markmennirnir þá sérstaklega Stephen Nielsen var í miklu stuði. Hann var með tæplega 50% markvörslu í hálfleik. Sóknarleikur ÍR var tilviljunarkenndur og var of mikið lagt á herðar Björgvins Hólmgeirssonar sem hefur oft spilað betur en hann gerði í kvöld þrátt fyrir að vera markahæstur. Aðrir leikmenn þurfa að stíga betur upp í sóknarleiknum til að mynda Davíð Georgsson og fleiri. Heimamenn voru ávallt skrefi á undan. Þeir leiddu í hálfleik 14-12 eftir að hafa breytt stöðunni úr 9-9 í 11-9, en liðin skoruðu einungis sitthvor tvö mörkin á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu. Það var allt annar bragur á ÍR-liðinu í upphafi síðari hálfleiks. Arnar Birkir Hálfdánsson kom í skyttuna og við það fór Bjarni Fritzon í hornið. Við það breyttist leikurinn, en Arnar Birkir skoraði meðal annars tvö af fyrstu þremur mörkum ÍR í síðari hálfleik og staðan orðin 14-15 gestunum í vil. Valsmen gengu vasklega fram í að stöðva Björgvin; eins langt og dómarnir leyfu. Mikið kurr var í leikmönnum sem og áhorfendur og fengu dómararnir sinn skerf af gagnrýni. Eftir að Breiðhyltingar hefðu komust aftur yfir vöknuðu rauðklæddir heimamenn á ný. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 16-16 í 20-16 sér í vil. Eftir það var engin spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda og Valsmenn unnu að lokum fimm marka sigur; 30-25. Kári Kristján Kristjánsson var frábær á línunni hjá Val, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum af línunni. Hann bætti svo við tveimur mörkum úr vítum, en hann klikkaði einu slíku. Stephen Nielsen vaði svo afar vel í markinu en hann endaði með 43% markvörslu. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur gestina með sjö mörk, en hann hefur oft átt betri daga hann Björgvin. Næstur kom Jón Heiðar Gunnarsson með fimm mörk úr fimm skotum. Valsmenn mæta Aftureldingu á mánudag í algjörum toppleik, en liðin eru jöfn á toppnum, bæði með fimmtán stig.Guðmundur Hólmar Helgason með boltann í kvöld.vísir/ernirKári Kristján: Stutt í skítinn „Það voru allir að leggja sig fram og það voru allir að leggja saman í púkk. Við vorum með einbeitinguna klára í 50 mínútur," sagði markahæsti leikmaður Vals í dag, Kári Kristján Kristjánsson. „Það er áhyggjuefni að missa þriggja marka forystu í upphafi í síðari hálfleiks. Við náum svo sjö marka sveiflu og erum með fjögurra marka forystu þá var þetta aldrei spurning. Síðan dettum við líka niður varnarlega síðustu sjö, en heilt yfir sannfærandi." „Við fáum mómentið með okkur. Við erum engu að síður að missa boltann of oft þegar við erum að keyra upp. Við erum líklega að missa fimm eða sex bolta í þessum hröðu upphlaupum okkar. Þar verðum við að vera klókari og við eigum að ná að vera örlítið skynsamir." „Þetta er nátturlega bara handboltaleikur og það er mikið um mistök og þannig." Kári skoraði níu mörk úr tíu skotum og var skiljanlega ánægður með sína frammistöðu: „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag," sem var næst aðspurður hver sagan væri á bakvið að línumaðurinn tæki víti Vals. „Sagan er bara sú að við erum búnir að vera nýta vítin illa, en ég klúðraði einu í dag. Ég ætla ekki að gera það næst." Hvernig leggst stórleikurinn gegn Aftureldingu á mánudaginn í Kára? „Hann leggst vel í mig. Við erum alltaf að bæta ofan á okkar leik og erum sannfærandi. Það er stutt í skítinn ef menn eru ekki klárir," sagði Kári Kristján við Vísi í leikslok.Einar Hólmgeirsson þjálfar ÍR með Bjarna.vísir/ernirBjarni Fritzson: Kannski smá agaleysi „Mér finnst við þeir skora of mikið úr hraðaupphlaupum og í rauninni liggur munurinn þar," sagði spilandi þjálfari ÍR, Bjarni Fritzson við Vísi. „Varnirnar voru ágætar, mjög þéttar. Þeir ná þessum auðveldu mörkum og við erum að gera of mikið af mistökum, fleiri en þeir." „Ég get ímyndað mér að það sem sker á milli hversu illa við erum að skjóta og annað. Það er kannski smá agaleysi hjá okkur og menn missa aðeins hausinn meðan þeir halda sínu prógrammi allt í gegn." „Það er örugglega fullt jákvætt og fullt sem má betur fara. Þetta er ekkert slæmur leikur af okkar hálfu fyrir utan þennan kafla í síðari hálfleik." „Ágætir varnarlega í fyrri hálfleik og líka sóknarlega. Síðan kom flottur kafli í byrjun síðari hálfleiks einnig, en svo varð þetta hrun um miðbik síðari hálfleiks sem er það neikvæðasta," sagði Bjarni við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira