Ómótstæðileg og bráðholl pizza Rikka skrifar 12. nóvember 2014 10:00 visir/sæunn Á vefsíðunni Hugmyndir að hollustu er að finna aragrúa af gómsætum og hollum uppskriftum sem auðvelt er að leika eftir og njóta samviskulaust. Sæunn Ingibjörg uppskriftahönnuður býður lesendum Heilsuvísis að þessu sinni upp á frábæra uppskrift af bráðhollri og trefjaríkri pizzu sem enginn verður svikinn af. Pizzabotn:250 g grófmalað spelt1 krukka hvítar baunir, skolaðar og vatnið sigtað frá 2 tsk vínsteinslyftiduft vatn - eftir þörfum Maukaðu hvítu baunirnar og hnoðaðu þær saman við þurrefnin. Bættu vatni við eftir þörfum (stundum þarf mikið vatn og stundum ekki neitt). Rúllaðu deigið út með kökukefli, gataðu með gaffli og forbakaðu það við 180 gráður þar til brúnirnar eru stökkar. Þetta á að vera þunnur botn og ef það er óbærilega erfitt að fletja deigið gæti vantað meira vatn í það en svo má auðvitað mýkja það með smáræði af lífrænni olíu. Lagaðu botninn hvernig sem þér dettur í hug, hvort sem er í mörg lítil stykki eða eitt stærra.Hummus:1 krukka kjúklingabaunir, skolaðar og vatnið sigtað frá1 msk Tahini 1-2 hvítlauksrif 2 tsk reykt papríkukrydd 2 msk næringarger safi úr 1/2 límónu Þú býrð hummusinn til í matvinnsluvél með því einfaldlega að blanda öllum hráefnunum vel saman. Þegar botninn er bakaður smyrðu svo u.þ.b. hálfs sentimetra lagi af hummus yfir en ef einhver afgangur verður geymist hann í loftþéttu íláti í ísskáp í nokkra daga (nema þú borðir hann fyrst!). Í stað þess að setja skalottlaukinn út í grænkálssalatið skar ég hann í sneiðar og stráði ríflega yfir hummusinn. Skalottlaukur er frekar sætur og dásamlegur eftir að hann hefur verið bakaður svo hér er meira = betra. Þú bakar svo pizzuna með hummus í nokkrar mínútur eða þar til hann er rétt farinn að brúnast á jöðrunum.Grænkálssalat1 poki grænkál handylli sólþurrkaðir tómatar 2-3 hvítlauskrif safi úr 1/2 sítrónu handfylli hráar pistasíuhnetur nokkrar þurrkaðar döðlur 1 skalottlaukur, fínsaxaður Maukaðu sólþurrkaða tómata, hvítlauk, hnetur og sítrónusafa í matvinnsluvél. Skolaðu grænkálið og rífðu það af stilkunum áður en þú rífur það niður í smærri bita. Blandaðu saman grænkáli og mauki með því að hnoða þetta allt saman rækilega með höndunum. Það mýkir kálið og gerir áferðina á því ómótstæðilega. Settu salatið í lokin á bakaðan botninn og stráðu söxuðum döðlum yfir ásamt pistasíuhnetum til skrauts. Heilsa Pítsur Salat Uppskriftir Tengdar fréttir Hugarfarið breyttist á einni nóttu Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sem heldur úti vef sem hún kallar Hugmyndir að hollustu, segir skyndilausnaloforð og niðursoðnar heilsurannsóknarfréttir einungis flækja leiðina að heilsufarslegri uppbyggingu. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Á vefsíðunni Hugmyndir að hollustu er að finna aragrúa af gómsætum og hollum uppskriftum sem auðvelt er að leika eftir og njóta samviskulaust. Sæunn Ingibjörg uppskriftahönnuður býður lesendum Heilsuvísis að þessu sinni upp á frábæra uppskrift af bráðhollri og trefjaríkri pizzu sem enginn verður svikinn af. Pizzabotn:250 g grófmalað spelt1 krukka hvítar baunir, skolaðar og vatnið sigtað frá 2 tsk vínsteinslyftiduft vatn - eftir þörfum Maukaðu hvítu baunirnar og hnoðaðu þær saman við þurrefnin. Bættu vatni við eftir þörfum (stundum þarf mikið vatn og stundum ekki neitt). Rúllaðu deigið út með kökukefli, gataðu með gaffli og forbakaðu það við 180 gráður þar til brúnirnar eru stökkar. Þetta á að vera þunnur botn og ef það er óbærilega erfitt að fletja deigið gæti vantað meira vatn í það en svo má auðvitað mýkja það með smáræði af lífrænni olíu. Lagaðu botninn hvernig sem þér dettur í hug, hvort sem er í mörg lítil stykki eða eitt stærra.Hummus:1 krukka kjúklingabaunir, skolaðar og vatnið sigtað frá1 msk Tahini 1-2 hvítlauksrif 2 tsk reykt papríkukrydd 2 msk næringarger safi úr 1/2 límónu Þú býrð hummusinn til í matvinnsluvél með því einfaldlega að blanda öllum hráefnunum vel saman. Þegar botninn er bakaður smyrðu svo u.þ.b. hálfs sentimetra lagi af hummus yfir en ef einhver afgangur verður geymist hann í loftþéttu íláti í ísskáp í nokkra daga (nema þú borðir hann fyrst!). Í stað þess að setja skalottlaukinn út í grænkálssalatið skar ég hann í sneiðar og stráði ríflega yfir hummusinn. Skalottlaukur er frekar sætur og dásamlegur eftir að hann hefur verið bakaður svo hér er meira = betra. Þú bakar svo pizzuna með hummus í nokkrar mínútur eða þar til hann er rétt farinn að brúnast á jöðrunum.Grænkálssalat1 poki grænkál handylli sólþurrkaðir tómatar 2-3 hvítlauskrif safi úr 1/2 sítrónu handfylli hráar pistasíuhnetur nokkrar þurrkaðar döðlur 1 skalottlaukur, fínsaxaður Maukaðu sólþurrkaða tómata, hvítlauk, hnetur og sítrónusafa í matvinnsluvél. Skolaðu grænkálið og rífðu það af stilkunum áður en þú rífur það niður í smærri bita. Blandaðu saman grænkáli og mauki með því að hnoða þetta allt saman rækilega með höndunum. Það mýkir kálið og gerir áferðina á því ómótstæðilega. Settu salatið í lokin á bakaðan botninn og stráðu söxuðum döðlum yfir ásamt pistasíuhnetum til skrauts.
Heilsa Pítsur Salat Uppskriftir Tengdar fréttir Hugarfarið breyttist á einni nóttu Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sem heldur úti vef sem hún kallar Hugmyndir að hollustu, segir skyndilausnaloforð og niðursoðnar heilsurannsóknarfréttir einungis flækja leiðina að heilsufarslegri uppbyggingu. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hugarfarið breyttist á einni nóttu Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sem heldur úti vef sem hún kallar Hugmyndir að hollustu, segir skyndilausnaloforð og niðursoðnar heilsurannsóknarfréttir einungis flækja leiðina að heilsufarslegri uppbyggingu. 2. nóvember 2014 10:00