Sala Volkswagen minnkar en eykst hjá Skoda Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 16:45 Volkswagen Passat af 8. kynslóð. Sala Volkswagen bíla í október minnkaði um 0,6% og seldi fyrirtækið 517.400 bíla. Salan það sem af er ári hefur þó aukist um 3% og er 5,08 milljón bílar. Því ætti Volkswagen að ná spáðri 6 milljón bíla sölu á árinu. Sala Volkswagen bíla jókst í Bandaríkjunum í mánuðinum um 10% en hefur minnkað um 12% á árinu. Í sama mánuði jókst sala Skoda bíla um 9% og seldi Skoda 91.000 bíla sem gerir þennan mánuð þann allra söluhæsta í sögu tékkneska bílaframleiðandans. Volkswagen á von á að nýtilkominn Passat af 8. kynslóð muni hjálpa mjög uppá söluna á næstunni, en bíllinn hefur fengið góða dóma. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Sala Volkswagen bíla í október minnkaði um 0,6% og seldi fyrirtækið 517.400 bíla. Salan það sem af er ári hefur þó aukist um 3% og er 5,08 milljón bílar. Því ætti Volkswagen að ná spáðri 6 milljón bíla sölu á árinu. Sala Volkswagen bíla jókst í Bandaríkjunum í mánuðinum um 10% en hefur minnkað um 12% á árinu. Í sama mánuði jókst sala Skoda bíla um 9% og seldi Skoda 91.000 bíla sem gerir þennan mánuð þann allra söluhæsta í sögu tékkneska bílaframleiðandans. Volkswagen á von á að nýtilkominn Passat af 8. kynslóð muni hjálpa mjög uppá söluna á næstunni, en bíllinn hefur fengið góða dóma.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent