Benz breytir nafnakerfi bíla sinna Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 13:38 Nýtt nafnakerfi Mercedes Benz. Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent