Fyrstu Ford F-150 álbílarnir rúlla af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 10:00 Ford F-150 pallbíllinn. Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent