Fyrstu Ford F-150 álbílarnir rúlla af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 10:00 Ford F-150 pallbíllinn. Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent