Hulkenberg ekur fyrir Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2014 15:50 Hulkenberg í Porsche 911 Targa. Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent