Gamanleikkonan Roseanne Barr birt mynd af sér á Twitter í gær þar sem andlit hennar sást blóðugt og ansi illa farið. Hún skrifaði við myndina að grínistinn Bill Cosby hefði ráðist á sig.
Roseanne eyddi myndinni stuttu síðar og birti hana síðan aftur með nýjum texta. Þá áréttaði hún að það hefði verið grín að Cosby hefði ráðist á sig. Andlit hennar liti svona út því hún fór í andlitsmeðferð til að vera kynþokkafyllri.
Cosby hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu daga vegna ásakana frá fjölmörgum konum um að hann hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi fyrir mörgum árum síðan.
Cosby hefur ekki viljað tjá sig um málið en lögfræðingur hans segir ekkert hæft í þessum ásökunum.
Got a chemical peel to look more sexier. Joked about tussling cosby pic.twitter.com/2tiRMy3WEj
— Roseanne Barr (@therealroseanne) November 26, 2014