Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 29-25 | Baráttusigur Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson í Mýrinni skrifar 27. nóvember 2014 15:20 Hrannar Bragi Eyjólfsson sækir að marki Hauka. vísir/valli Stjarnan vann góðan sigur á Haukum í baráttuleik í TM-höllinni í kvöld, 29-25. Góður kafli í upphafi leiks skildu liðin að og náðu gestirnir úr Hafnarfirði aldrei að brúa bilið eftir það.Valgarð Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mýrinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun. Varnarleikur Stjörnunnar var algerlega til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en gestirnir áttu fá svör. Haukarnir komu þó einbeittari út í síðari halfleikinn og fengu ótal tækifæri til að koma sér inn í leikinn, en klikkuðu mörgum dauðafærum. Liðin skoruðu sitthvort markið í upphafi leiks, en síðan skildu leiðir. Heimamenn náðu frábærum kafla í upphafi leiks, en liðið breyttu stöðunni úr 1-1 í 7-1 sér í vil. Eftir það rönkuðu gestirnir aðeins við sér og söxuðu hægt og rólega á gestina, en náðu þó aldrei neinum hæðum í sínum leik. Varnarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var afar góður og settu þeir rauðklædda gestina í mikil vandræði. Þegar 23 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik höfðu gestirnir klikkað þremur vítum og maður skildi vel að Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hafi hrist hausinn á hliðarlínunni. Þórir Ólafsson lék frábærlega hjá Stjörnunni og skoraði hvert markið á fætur öðru. Varnarleikur gestanna ekki boðlegur og það skipti ekki máli hvort heimamenn hafi verið jafnmargir eða einum færri. Alltaf fengu þeir gott færi og skoruðu yfirleitt.Adam Haukur Baumruk skýtur að marki Stjörnunnar.vísir/valliStjörnumenn leiddu með svo með fjórum mörkum í hálfleik; 17-13. Þórir Ólafsson var kominn með átta mörk í fyrri hálfleik og hafði einungis klikkað einu skoti og það var vítakast. Árni Steinn Steinþórsson var mikilvægur fyrir Hauka á kafla í fyrri hálfleik, en hann þurfti níu skot til að skora mörkin fimm sem hann skoraði í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri, nema varnarleikur Hauka var ögn betri en í fyrri hálfleik. Heimamenn voru þó ávallt skrefi á undan og þegar stundarfjórðungur var til leiksloka leiddu þeir með fjórum mörkum. Markvarslan var lítið sem ekkert að hjálpa Haukum, en markverðirnir voru komnir með þrjá bolta þegar stundarfjórðungur var eftir. Gestirnir voru að skjóta illa og þegar þeir komust í færi var Björn Ingi að sjá við þeim. Þórir Ólafsson sýndi oft á tíðum listir sínar og opnaði vörn Hauka vel. Þeir kláruðu leikinn á seiglunni og innbyrtu að lokum góð tvö stig 29-25. Þórir Ólafsson var frábær í liði Stjörnunnar en hann skoraði níu mörk. Andri Hjartar Grétarsson skoraði einnig átta mörk í horninu og Björn Ingi var með 44% markvörslu í markinu. Hjá Haukum voru það einungis Adam Haukur Baumruk og Árni Steinn Steinþórsson sem voru með lífsmarki í leiknum. Þeir skoruðu samtals fimmtán mörk. Markvarslan var ekki boðleg hjá Haukum, en samtals vörðu þeir sex bolta í markinu þeir Grétar Ari og Giedrius Morkunas. Stjörnumenn fara með sigrinum upp fyrir ÍBV í sjöunda sæti deildarinnar sem á þó leik til góða. Haukarnir eru í sjötta sætinu.vísir/valliÞórir Ólafsson: Allir geta unnið alla„Við vitum að við eigum séns í öll lið. Við erum oft búin að byrja mjög vel, en detta svo niður síðustu fimmtán í fyrri hálfleik. Við erum að reyna stytta þennan tíma sem við dettum svona niður," sagði Þórir Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta er í fyrsta skipti sem við náum svona góðum 60 mínútum allan tímann. Þeir komust þarna tveimur til þremur mörkum frá okkur, en við náðum að sparka þeim frá okkur. Þetta var gífurlega góður karakters sigur. Það vantaði tvo leikmenn hjá okkur og þá stíga aðrir menn upp." „Varnarleikurinn var virkilega góður og við erum búnir að bæta okkur gífurlega í hröðum sóknum. Við skoruðum til að mynda sautján mörk í fyrri hálfleik, en hingað til höfum við bara verið að skora 12-13 mörk. Stigvaxandi frá því við byrjuðum þetta lið." „Planið var að fara alla leið upp með þetta lið og við erum að bæta okkur. Haukarnir eru alltaf sterkir og eigilega öll liðin. Það geta allir unnið alla og við erum farnir að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er." „Þetta er aðeins byrjað að detta með okkur, en fyrst vorum við að tapa leikjunum niður eða gera jafntefli. Þetta er gífurlega gaman að taka stigin tvö," sagði Þórir í leikslok.vísir/valliPatrekur:Menn mættu ekki klárir„Þetta var bara lélegt. Við vorum að klikka á þessum grunnatriðum að tala og hreyfa sig í vörninni og svo förum við nátturlega með aragrúa af dauðafærum," sagði Patrekur Jóhanesson, þjálfari Hauka í leikslok. „Leikmenn viðurkenndu það sjálfir eftir leik og það var eins og ég hélt að menn voru bara ekki klárir í leikinn í byrjun og því lendum við til að mynda 7-1 undir. Við klikkum svo þremur vítum, markvarslan var engin, vörnin léleg og þar fram eftir götunum." „Þetta var gjörólíkt FH leiknum, en þetta var eitthvað í líkingu við Akureyrar leikinn sem var þar á undan þar sem við mættum ekki til leiks. Ég get ekki áfellst menn fyrir að klikka dauðafærum, en ég er ekki ánægður þegar menn mæta ekki tilbúnir." „Ég er nátturlega með ungt lið í höndunum sem er enn að læra, en það eru flest liðin í þessari deild ung svo það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það. Við mættum bara ekki klárir og eins og hefur sést geta öll liðin unnið alla í deildinni," sagði Patrekur svekktur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Stjarnan vann góðan sigur á Haukum í baráttuleik í TM-höllinni í kvöld, 29-25. Góður kafli í upphafi leiks skildu liðin að og náðu gestirnir úr Hafnarfirði aldrei að brúa bilið eftir það.Valgarð Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mýrinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun. Varnarleikur Stjörnunnar var algerlega til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en gestirnir áttu fá svör. Haukarnir komu þó einbeittari út í síðari halfleikinn og fengu ótal tækifæri til að koma sér inn í leikinn, en klikkuðu mörgum dauðafærum. Liðin skoruðu sitthvort markið í upphafi leiks, en síðan skildu leiðir. Heimamenn náðu frábærum kafla í upphafi leiks, en liðið breyttu stöðunni úr 1-1 í 7-1 sér í vil. Eftir það rönkuðu gestirnir aðeins við sér og söxuðu hægt og rólega á gestina, en náðu þó aldrei neinum hæðum í sínum leik. Varnarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var afar góður og settu þeir rauðklædda gestina í mikil vandræði. Þegar 23 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik höfðu gestirnir klikkað þremur vítum og maður skildi vel að Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hafi hrist hausinn á hliðarlínunni. Þórir Ólafsson lék frábærlega hjá Stjörnunni og skoraði hvert markið á fætur öðru. Varnarleikur gestanna ekki boðlegur og það skipti ekki máli hvort heimamenn hafi verið jafnmargir eða einum færri. Alltaf fengu þeir gott færi og skoruðu yfirleitt.Adam Haukur Baumruk skýtur að marki Stjörnunnar.vísir/valliStjörnumenn leiddu með svo með fjórum mörkum í hálfleik; 17-13. Þórir Ólafsson var kominn með átta mörk í fyrri hálfleik og hafði einungis klikkað einu skoti og það var vítakast. Árni Steinn Steinþórsson var mikilvægur fyrir Hauka á kafla í fyrri hálfleik, en hann þurfti níu skot til að skora mörkin fimm sem hann skoraði í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri, nema varnarleikur Hauka var ögn betri en í fyrri hálfleik. Heimamenn voru þó ávallt skrefi á undan og þegar stundarfjórðungur var til leiksloka leiddu þeir með fjórum mörkum. Markvarslan var lítið sem ekkert að hjálpa Haukum, en markverðirnir voru komnir með þrjá bolta þegar stundarfjórðungur var eftir. Gestirnir voru að skjóta illa og þegar þeir komust í færi var Björn Ingi að sjá við þeim. Þórir Ólafsson sýndi oft á tíðum listir sínar og opnaði vörn Hauka vel. Þeir kláruðu leikinn á seiglunni og innbyrtu að lokum góð tvö stig 29-25. Þórir Ólafsson var frábær í liði Stjörnunnar en hann skoraði níu mörk. Andri Hjartar Grétarsson skoraði einnig átta mörk í horninu og Björn Ingi var með 44% markvörslu í markinu. Hjá Haukum voru það einungis Adam Haukur Baumruk og Árni Steinn Steinþórsson sem voru með lífsmarki í leiknum. Þeir skoruðu samtals fimmtán mörk. Markvarslan var ekki boðleg hjá Haukum, en samtals vörðu þeir sex bolta í markinu þeir Grétar Ari og Giedrius Morkunas. Stjörnumenn fara með sigrinum upp fyrir ÍBV í sjöunda sæti deildarinnar sem á þó leik til góða. Haukarnir eru í sjötta sætinu.vísir/valliÞórir Ólafsson: Allir geta unnið alla„Við vitum að við eigum séns í öll lið. Við erum oft búin að byrja mjög vel, en detta svo niður síðustu fimmtán í fyrri hálfleik. Við erum að reyna stytta þennan tíma sem við dettum svona niður," sagði Þórir Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta er í fyrsta skipti sem við náum svona góðum 60 mínútum allan tímann. Þeir komust þarna tveimur til þremur mörkum frá okkur, en við náðum að sparka þeim frá okkur. Þetta var gífurlega góður karakters sigur. Það vantaði tvo leikmenn hjá okkur og þá stíga aðrir menn upp." „Varnarleikurinn var virkilega góður og við erum búnir að bæta okkur gífurlega í hröðum sóknum. Við skoruðum til að mynda sautján mörk í fyrri hálfleik, en hingað til höfum við bara verið að skora 12-13 mörk. Stigvaxandi frá því við byrjuðum þetta lið." „Planið var að fara alla leið upp með þetta lið og við erum að bæta okkur. Haukarnir eru alltaf sterkir og eigilega öll liðin. Það geta allir unnið alla og við erum farnir að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er." „Þetta er aðeins byrjað að detta með okkur, en fyrst vorum við að tapa leikjunum niður eða gera jafntefli. Þetta er gífurlega gaman að taka stigin tvö," sagði Þórir í leikslok.vísir/valliPatrekur:Menn mættu ekki klárir„Þetta var bara lélegt. Við vorum að klikka á þessum grunnatriðum að tala og hreyfa sig í vörninni og svo förum við nátturlega með aragrúa af dauðafærum," sagði Patrekur Jóhanesson, þjálfari Hauka í leikslok. „Leikmenn viðurkenndu það sjálfir eftir leik og það var eins og ég hélt að menn voru bara ekki klárir í leikinn í byrjun og því lendum við til að mynda 7-1 undir. Við klikkum svo þremur vítum, markvarslan var engin, vörnin léleg og þar fram eftir götunum." „Þetta var gjörólíkt FH leiknum, en þetta var eitthvað í líkingu við Akureyrar leikinn sem var þar á undan þar sem við mættum ekki til leiks. Ég get ekki áfellst menn fyrir að klikka dauðafærum, en ég er ekki ánægður þegar menn mæta ekki tilbúnir." „Ég er nátturlega með ungt lið í höndunum sem er enn að læra, en það eru flest liðin í þessari deild ung svo það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það. Við mættum bara ekki klárir og eins og hefur sést geta öll liðin unnið alla í deildinni," sagði Patrekur svekktur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira