Verðtrygging á brauðfótum – nýtt tækifæri? Skjóðan skrifar 26. nóvember 2014 13:00 Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira