Ferrari 458 Speciale gegn Porsche 911 GT3 Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 15:15 Bílablaðamanninum Chris Harris hjá Cars lék forvitni á að vita hvor þessara tveggja frábæru akstursbíla væri í raun betri og hvort tvöfalt verð Ferrari bílsins í samanburði við Porsche 911 GT3 væri réttlætanlegur. Bílunum tveimur ekur hann á akstursbrautinni Anglesey í Bretlandi og niðurstaðan var þessi. Ferrari 458 bíllinn fer brautina á 1:43:23 mínútum en Porsche 911 GT3 bíllinn á 1:43:60. Þar munar ekki nema 0,37 sekúndum svo þeir sem eru tilbúnir að greiða tvöfalt verð fyrir 0,35% mun á aksturtíma ættu að kaupa Ferrari 458 Speciale en aðrir ættu að spara sér skildinginn og fjárfesta frekar í Porsche 911 GT3. Akstur Chris Harris og skoðanir hans á bílunum tveimur má sjá í myndskeiðinu. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Bílablaðamanninum Chris Harris hjá Cars lék forvitni á að vita hvor þessara tveggja frábæru akstursbíla væri í raun betri og hvort tvöfalt verð Ferrari bílsins í samanburði við Porsche 911 GT3 væri réttlætanlegur. Bílunum tveimur ekur hann á akstursbrautinni Anglesey í Bretlandi og niðurstaðan var þessi. Ferrari 458 bíllinn fer brautina á 1:43:23 mínútum en Porsche 911 GT3 bíllinn á 1:43:60. Þar munar ekki nema 0,37 sekúndum svo þeir sem eru tilbúnir að greiða tvöfalt verð fyrir 0,35% mun á aksturtíma ættu að kaupa Ferrari 458 Speciale en aðrir ættu að spara sér skildinginn og fjárfesta frekar í Porsche 911 GT3. Akstur Chris Harris og skoðanir hans á bílunum tveimur má sjá í myndskeiðinu.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent