Ford F-150 úr áli eyðir 12,7 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 15:29 Ford F-150, nú að mestu smíðaður úr áli. Ford hefur ekki enn gefið upp formlegar eyðslutölur hins nýja Ford F-150 pallbíls sem smíðaður er nú að stærstum hluta úr áli. Bílatímaritið Motor Trend hefur hinsvegar gert eigin eyðslukönnun á bílnum. Til þess völdu þeir þá útgáfu bílsins sem er með minnstu vélina, 2,7 lítra V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum sem skilar 325 hestöflum. Mælingar Motor Trend leiddu í ljós meðaleyðslu uppá 12,7 lítra á hverja hundrað kílómetra, en í langkeyrslu eyddi bíllinn 10,9 lítrum og 14,1 lítra í borgarumferð. Þetta eru ágætar tölur fyrir stóran pallbíl með nokkuð öfluga bensínvél. Til samanburðar prófaði Motor Trend einnig eyðslu Chevrolet Silverado pallbíls með 355 hestafla V8 bensínvél og mældist meðaleyðsla hans 15,5 lítrar, 12,4 lítrar í langkeyrslu og 18,1 í borgarakstri. Meðaleyðsla Ford F-150 pallbílsins er því 18% minni en hjá Silverado pallbílnum, 12% minni í langkeyrslu og 22% í borgarakstri. Það eru þó færri hestöfl til staðar í Ford F-150 bílnum, en þetta mikill munur í eyðslu gæti réttlætt þann mun fyrir mörgum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent
Ford hefur ekki enn gefið upp formlegar eyðslutölur hins nýja Ford F-150 pallbíls sem smíðaður er nú að stærstum hluta úr áli. Bílatímaritið Motor Trend hefur hinsvegar gert eigin eyðslukönnun á bílnum. Til þess völdu þeir þá útgáfu bílsins sem er með minnstu vélina, 2,7 lítra V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum sem skilar 325 hestöflum. Mælingar Motor Trend leiddu í ljós meðaleyðslu uppá 12,7 lítra á hverja hundrað kílómetra, en í langkeyrslu eyddi bíllinn 10,9 lítrum og 14,1 lítra í borgarumferð. Þetta eru ágætar tölur fyrir stóran pallbíl með nokkuð öfluga bensínvél. Til samanburðar prófaði Motor Trend einnig eyðslu Chevrolet Silverado pallbíls með 355 hestafla V8 bensínvél og mældist meðaleyðsla hans 15,5 lítrar, 12,4 lítrar í langkeyrslu og 18,1 í borgarakstri. Meðaleyðsla Ford F-150 pallbílsins er því 18% minni en hjá Silverado pallbílnum, 12% minni í langkeyrslu og 22% í borgarakstri. Það eru þó færri hestöfl til staðar í Ford F-150 bílnum, en þetta mikill munur í eyðslu gæti réttlætt þann mun fyrir mörgum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent