Ólympíumeistari féll á lyfjaprófi en fékk óvenju stutt bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 18:00 Sun Yang með gullverðlaun á Asíuleikunum, Vísir/Getty Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag. Sun Yang, sem er 22 ára gamall, vann bæði gullverðlaun í 400 metra og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann hefur einnig unnið fimm gull á heimsmeistaramótum og er ein helsta sundhetja Kínverja. Sun Yang mældist með trimetazidine í líkamanum á kínverska meistaramótinu 17. maí og var dæmdur í þriggja mánaða bann í júlí. Trimetazidine hjálpar líkamanum við upptöku glúkósa. Trimetazidine kom fyrst á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, World Anti-Doping Agency, í byrjun þessa árs. Sun Yang mætti fyrir kínversku lyfjanefndina og sagðist hafa tekið efnið vegna veikinda og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að efnið væri á bannlista. Hann var greinilega tekinn trúanlegur því hann fékk óvenju stutt bann. Sun Yang náði því að keppa á Asíuleikunum í september þar sem hann vann gull í 400 og 1500 metra skriðsundi auk þess að hjálpa kínversku boðssundsveitinni að vinna 4 x 100 metra skriðsundið. Vandamálin hafa reyndar alltaf fylgt Sun Yang sem hefur setið inn í fangelsi og margoft verið dæmdur í æfinga- og keppnisbann vegna slæmrar hegðunar. Það vakti heldur ekki mikla lukku í Japan þegar hann sagði þjóðsöng Japana vera ljótan í viðtali á fyrrnefndum Asíuleikum í september en Sun Yang baðst seinna afsökunar á þeim ummælum sínum. Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag. Sun Yang, sem er 22 ára gamall, vann bæði gullverðlaun í 400 metra og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann hefur einnig unnið fimm gull á heimsmeistaramótum og er ein helsta sundhetja Kínverja. Sun Yang mældist með trimetazidine í líkamanum á kínverska meistaramótinu 17. maí og var dæmdur í þriggja mánaða bann í júlí. Trimetazidine hjálpar líkamanum við upptöku glúkósa. Trimetazidine kom fyrst á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, World Anti-Doping Agency, í byrjun þessa árs. Sun Yang mætti fyrir kínversku lyfjanefndina og sagðist hafa tekið efnið vegna veikinda og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að efnið væri á bannlista. Hann var greinilega tekinn trúanlegur því hann fékk óvenju stutt bann. Sun Yang náði því að keppa á Asíuleikunum í september þar sem hann vann gull í 400 og 1500 metra skriðsundi auk þess að hjálpa kínversku boðssundsveitinni að vinna 4 x 100 metra skriðsundið. Vandamálin hafa reyndar alltaf fylgt Sun Yang sem hefur setið inn í fangelsi og margoft verið dæmdur í æfinga- og keppnisbann vegna slæmrar hegðunar. Það vakti heldur ekki mikla lukku í Japan þegar hann sagði þjóðsöng Japana vera ljótan í viðtali á fyrrnefndum Asíuleikum í september en Sun Yang baðst seinna afsökunar á þeim ummælum sínum.
Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira