Yfir 100 manns hafa smitast af kýlapest í Madagaskar og 40 eru látnir síðan sjúkdómurinn fór að breiðast út í landinu í lok ágúst.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandinu þar sem pestin hefur nú borist til höfuðborgar landsins, Antananarivo. Stofnunin óttast að sjúkdómurinn geti breiðst út afar hratt þar þar sem borgin er þéttbýl og heilbrigðiskerfið slæmt.
Kýlapest er ein af birtingarmyndum bakteríusjúkdómsins Svartadauða sem dró fjölda fólks til dauða um allan heim á 14. öld. Á vef Vísindavefsins segir að kýlapest berist í menn með flóm nagdýra. Helstu einkenni sjúkdómsins eru kýli, eins og nafn hans ber með sér, vegna bólginna eitla.
Berist bakterían í lungu fólks, fær sjúklingurinn lungnabólgu. Þá berst veikin auðveldlega á milli manna og er ein sú skæðasta í heimi. Í umfjöllun Guardian segir að einstaklingur geti látist úr sjúkdómnum á innan við sólarhring eftir að hann smitast.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast útbreiðslu kýlapestar á Madagaskar
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent