Umfjöllun og viðtöl. Stjarnan - Akureyri 24-24 | Stjarnan fyrst til að taka stig af Atla Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 22. nóvember 2014 00:01 Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira
Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira