Svona á að leggja bíl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 09:44 Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent