Þessi lög tekur Pharrell á tónleikum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 13:00 Pharrell þykir þrusugóður á tónleikum. vísir/getty Ef allt fer að óskum heldur tónlistarmaðurinn Pharrell Williams tónleika á Íslandi næsta sumar eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Pharrell lauk nýverið við tónleikaferðalag sitt Dear Girl sem hófst 9. september í Manchester og lauk 16. október síðastliðinn í París. Hann réðst í tónleikaferðalagið til að kynna nýjustu plötu sína G I R L sem kom út á þessu ári. Á tónleikaferðalaginu tók hann mörg af sínum þekktustu lögum af ferlinum sem hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Síðan þá hefur Pharrell unnið með mörgum af frægustu tónlistarmönnum samtímans, svo sem Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu, Britney Spears, Robin Thicke, Snoop Dogg og Shakiru. Þá er Pharrell maðurinn á bak við marga þekktustu poppsmelli síðustu ára eins og Boys, Get Lucky, Blurred Lines og Happy. Búið er að staðfesta nokkra tónleika Pharrell á næsta ári. Hann spilar á Loolapalooza-tónlistarhátíðinni í Argentínu og Brasilíu í mars, á Írlandi 20. júní og í Danmörku 27. júní. Lagalisti hans á Dear Girl-tónleikaferðalaginu taldi 22 lög og hér fyrir neðan má hlusta á þau.1. Come Get it Bae2. Frontin'3. Hunter4. Marilyn Monroe5. Brand New6. Hot in Herre7. I Just Wanna Love U (Give It 2 Me)8. Pass the Courvoisier, Part II9. Gush10. Rock Star11. Lapdance12. She Wants to Move13. Beautiful14. Drop It Like It's Hot15. Lost Queen16. It Girl17. Hollaback Girl18. Blurred Lines19. Get Lucky20. Lose Yourself to Dance21. Gust of Wind22. Happy Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ef allt fer að óskum heldur tónlistarmaðurinn Pharrell Williams tónleika á Íslandi næsta sumar eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Pharrell lauk nýverið við tónleikaferðalag sitt Dear Girl sem hófst 9. september í Manchester og lauk 16. október síðastliðinn í París. Hann réðst í tónleikaferðalagið til að kynna nýjustu plötu sína G I R L sem kom út á þessu ári. Á tónleikaferðalaginu tók hann mörg af sínum þekktustu lögum af ferlinum sem hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Síðan þá hefur Pharrell unnið með mörgum af frægustu tónlistarmönnum samtímans, svo sem Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu, Britney Spears, Robin Thicke, Snoop Dogg og Shakiru. Þá er Pharrell maðurinn á bak við marga þekktustu poppsmelli síðustu ára eins og Boys, Get Lucky, Blurred Lines og Happy. Búið er að staðfesta nokkra tónleika Pharrell á næsta ári. Hann spilar á Loolapalooza-tónlistarhátíðinni í Argentínu og Brasilíu í mars, á Írlandi 20. júní og í Danmörku 27. júní. Lagalisti hans á Dear Girl-tónleikaferðalaginu taldi 22 lög og hér fyrir neðan má hlusta á þau.1. Come Get it Bae2. Frontin'3. Hunter4. Marilyn Monroe5. Brand New6. Hot in Herre7. I Just Wanna Love U (Give It 2 Me)8. Pass the Courvoisier, Part II9. Gush10. Rock Star11. Lapdance12. She Wants to Move13. Beautiful14. Drop It Like It's Hot15. Lost Queen16. It Girl17. Hollaback Girl18. Blurred Lines19. Get Lucky20. Lose Yourself to Dance21. Gust of Wind22. Happy
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira