Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Skjóðan skrifar 10. desember 2014 13:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira