Landsmenn vilja væntanlega að jólakortin og jólapakkarnir komist í réttar hendur í tæka tíð.
Af þeim ástæðum hefur Pósturinn gefið út síðustu skiladaga, en sé póstlagt fyrir gefinn tíma ættu allir viðtakendur að gleðjast fyrir jól.
SÍÐUSTU SKILADAGAR 2014
3. desember - jólakort, B póstur utan Evrópu
5. desember - jólapakkar, flugpóstur utan Evrópu og sjóleiðis til Norðurlanda
10. desember - jólakort, B póstur innan Evrópu, A póstur utan Evrópu
12. desember - jólapakkar, flugpóstur innan Evrópu
15. desember - jólapakkar sendir með flugpósti til Norðurlanda
16. desember - jólakort, B póstur innanlands, jólakort A póstur til Evrópu
17. desember - TNT utan Evrópu, hraðsending
19. desember - TNT til Evrópu, hraðsending pakkar og kort í A-pósti innanlands.
Síðustu skiladagar Póstsins
