Vann 11,2 milljarða og ætlar að kaupa nýjan Subaru Forester Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 11:23 Vinningshafinn heppni. Kona ein í Washington fylki í Bandaríkjunum vann 11,2 milljarða króna í lottói og það fyrsta sem hún ætlar að kaupa er glænýr Subaru Forester bíll. Margir aðrir hefðu fjárfest í bíl frá Bentley, Rolls Royce eða öðrum glæsibílaframleiðendum, enda sæi varla högg á vatni þó svo nokkrir slíkir lúxusbílar yrðu keyptir. Hin heppna kona, Lisa Quam að nafni, segir að bíll eins og Subaru Forester sé afar heppilegur bíll fyrir fólk sem býr í eins norðlægu fylki sem Washington fylki er og sá bíll geti glímt við snjóinn sem þar er víða að finna. Hann var einnig mjög hógvær bandaríski vinningshafinn sem varð 55,5 milljörðum ríkari í fyrra og fékk sér í kjölfarið notaðan Acura NSX sportbíl, sem hann hafði haft augastað á lengi. Sumir virðast ekki tapa sér í gleðinni þó heppnin banki hressilega á dyrnar. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent
Kona ein í Washington fylki í Bandaríkjunum vann 11,2 milljarða króna í lottói og það fyrsta sem hún ætlar að kaupa er glænýr Subaru Forester bíll. Margir aðrir hefðu fjárfest í bíl frá Bentley, Rolls Royce eða öðrum glæsibílaframleiðendum, enda sæi varla högg á vatni þó svo nokkrir slíkir lúxusbílar yrðu keyptir. Hin heppna kona, Lisa Quam að nafni, segir að bíll eins og Subaru Forester sé afar heppilegur bíll fyrir fólk sem býr í eins norðlægu fylki sem Washington fylki er og sá bíll geti glímt við snjóinn sem þar er víða að finna. Hann var einnig mjög hógvær bandaríski vinningshafinn sem varð 55,5 milljörðum ríkari í fyrra og fékk sér í kjölfarið notaðan Acura NSX sportbíl, sem hann hafði haft augastað á lengi. Sumir virðast ekki tapa sér í gleðinni þó heppnin banki hressilega á dyrnar.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent