Handbolti

Auðvelt hjá Noregi í fyrsta leik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þórir segir norskum landsliðskonum til
Þórir segir norskum landsliðskonum til vísir/afp
Norska kvennalandsliðið í handbolta sem Þórir Hergeirsson þjálfar lagði í kvöld Rúmeníu 27-19 í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn aldrei spennandi en Noregur var 16-7 yfir í hálfleik.

Norska liðið náið mest 13 marka forystu í seinni hálfleik en gaf eftir á loka mínútunum þegar minni spámenn fengu að spreyta sig.

Steine Bredal Oftedal var markahæst hjá norska liðinu með 5 mörk og var hún jafnframt valinn maður leiksins. Veronica Kristiansen, Ida Alstad, Heidi Löke og Riegelhuth Koren skoruðu allar fjögur mörk.

Kari Aalvik Grimsbo varði 12 skot í marki Noregs og Silje Solberg 5.

Hjá Rúmeníu skoraði Cristina Neagu 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×