Sættir á milli Þóreyjar og blaðamanna DV Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. desember 2014 16:04 Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur. Vísir Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir að sátt hafi náðst á milli hennar og blaðamannanna Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar vegna umfjöllunar þeirra um hana í tengslum við lekamálið. Þetta segir hún í tilkynningu til fjölmiðla. Sáttin gengur út á að ummæli sem komu fram í blaðagrein sem Jóhann Páll og Jón Bjarki skrifuðu um rannsókn lögreglunnar á leka úr innanríkisráðuneytinu séu dauð og ómerk. Þá fær Þórey 330 þúsund krónur í sáttaskyni sem hún segist ætla að láta renna til Stígamóta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það DV ehf, útgáfufélag DV, sem greiðir fjárhæðina til Þóreyjar.Í DV var því haldið fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur, en kemur fram í úrskurðinum að lögreglan hafi rökstuddan grun um að þessi „starfsmaður B“ sé sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur vegna rangra fullyrðinga. Síðar kom í ljós að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra, var sekur um lekann. „Ég fagna því að sjálfsögðu að blaðamenn og ritstjórn DV hafi séð að sér og leitað sátta,“ segir Þórey í tilkynningunni. „Ástæðan fyrir málshöfðuninni var að mér fannst holur hljómur í upphaflegri afsökunarbeiðni miðað við þá aðför sem gerð var að mér um og stóð yfir um margra mánaða skeið.“ Þórey segir að þegar að formleg beiðni um sættir hafi borist hafi hún fagnað því að geta lokið málinu án þess að þurfa að fara með það fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir Þórey að kröfugerðin í málinu hafi verið í samræmi við það sem íslensk lög gera ráð fyrir í meiðyrðamálum. „Að lögð hafi verið einhver áhersla á að fangelsa viðkomandi blaðamenn fyrir ósönn ummæli, er og hefur alltaf verið út í hött,“ segir hún. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir að sátt hafi náðst á milli hennar og blaðamannanna Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar vegna umfjöllunar þeirra um hana í tengslum við lekamálið. Þetta segir hún í tilkynningu til fjölmiðla. Sáttin gengur út á að ummæli sem komu fram í blaðagrein sem Jóhann Páll og Jón Bjarki skrifuðu um rannsókn lögreglunnar á leka úr innanríkisráðuneytinu séu dauð og ómerk. Þá fær Þórey 330 þúsund krónur í sáttaskyni sem hún segist ætla að láta renna til Stígamóta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það DV ehf, útgáfufélag DV, sem greiðir fjárhæðina til Þóreyjar.Í DV var því haldið fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur, en kemur fram í úrskurðinum að lögreglan hafi rökstuddan grun um að þessi „starfsmaður B“ sé sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. Í kjölfar umfjöllunar DV tilkynnti Þórey að hún ætlaði að höfða mál á hendur blaðinu og blaðamönnunum tveimur vegna rangra fullyrðinga. Síðar kom í ljós að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra, var sekur um lekann. „Ég fagna því að sjálfsögðu að blaðamenn og ritstjórn DV hafi séð að sér og leitað sátta,“ segir Þórey í tilkynningunni. „Ástæðan fyrir málshöfðuninni var að mér fannst holur hljómur í upphaflegri afsökunarbeiðni miðað við þá aðför sem gerð var að mér um og stóð yfir um margra mánaða skeið.“ Þórey segir að þegar að formleg beiðni um sættir hafi borist hafi hún fagnað því að geta lokið málinu án þess að þurfa að fara með það fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir Þórey að kröfugerðin í málinu hafi verið í samræmi við það sem íslensk lög gera ráð fyrir í meiðyrðamálum. „Að lögð hafi verið einhver áhersla á að fangelsa viðkomandi blaðamenn fyrir ósönn ummæli, er og hefur alltaf verið út í hött,“ segir hún.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Þórey og blaðamenn DV leita sátta Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli Jóhanssyni og Jóni Bjarka Magnússyni. 19. nóvember 2014 19:47
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45