Audi rafmagnsjepplingur mun keppa við Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 11:05 Audi Q8. Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent