Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:26 Hér má sjá bílaflotann sem hingað er kominn til lands. Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum. Bílar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum.
Bílar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent