Nissan Leaf brátt með 400 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 11:02 Nissan Leaf. Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent