Nissan Leaf brátt með 400 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 11:02 Nissan Leaf. Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent
Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent