Brembo græðir á tá og fingri Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 09:03 Brembo bremsur eru í mörgum af betri og dýrari bílum sem framleiddir eru. Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent