Brembo græðir á tá og fingri Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 09:03 Brembo bremsur eru í mörgum af betri og dýrari bílum sem framleiddir eru. Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Ítalski bremsuframleiðandinn Brembo gengur sem aldrei fyrr og skilaði 51% meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en á þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam tæpum 5 milljörðum króna og veltan 68 milljörðum. Sala Brembo stefnir í 14-15% vöxt á þessu ári. Brembo framleiðir vandaðri gerðir af bremsubúnaði fyrir marga af vönduðustu bílaframleiðendum heims, svo sem Ferrari, Aston Martin og Porsche, en einnig fyrir marga aðra framleiðendur sem framleiða bíla í meira magni og þá oftast í dýrari gerðir þeirra. Ágætt gengi Brembo má segja að sé í takt við ágæta bílasölu í heiminum um þessar mundir, ekki síst í sölu dýrari bíla. Brembo var stofnað árið 1961 og eru höfuðstöðvar þess í Bergamo á Ítalíu og starfsmenn hátt í 7.000. Framleiðslunúmer Brembo eru nú um 1.300 talsins.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent