Volkswagen Golf fékk nafn sitt frá hesti Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 13:15 Golf fékk nafn sitt frá hesti innkaupastjóra Volkswagen. Þeir sem þekkja til nafna Volkswagen bíla vita að margir bílar þeirra bera nöfn sem vitna til vindfyrirbæra. Passat táknar farvinda sem tíðir eru nærri miðbaug, Scirocco táknar miðjarðarhafsvinda og því myndu margir halda að Golf væri tilvitnun í Golfstrauminn. Svo er þó ekki. Þegar verið var að velta fyrir sér nafni á arftaka bjöllunnar komu nöfnin Blizzard og Caribe til greina, en staðreyndin er sú að bíllinn fékk nafn sitt frá hesti sem þáverandi innkaupastjóri Volkswagen átti. Þessi hestur hafði alla kosti hests að bera, var geðgóður, fallega skapaður og frábær reiðhestur. Því stakk hann upp á þessu nafni og eftir að fleiri samstarfmenn hans höfðu barið hest hans augum var ákveðið að bíllinn fengi sama nafn, þ.e. Golf. Þessa staðreynd má lesa um á safninu Stiftung AutoMuseum Volkswagen. Það hefur örugglega ekki sakað að Golf er einnig tilvitnun til Golfstraumsins, en látum það liggja á milli hluta. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Þeir sem þekkja til nafna Volkswagen bíla vita að margir bílar þeirra bera nöfn sem vitna til vindfyrirbæra. Passat táknar farvinda sem tíðir eru nærri miðbaug, Scirocco táknar miðjarðarhafsvinda og því myndu margir halda að Golf væri tilvitnun í Golfstrauminn. Svo er þó ekki. Þegar verið var að velta fyrir sér nafni á arftaka bjöllunnar komu nöfnin Blizzard og Caribe til greina, en staðreyndin er sú að bíllinn fékk nafn sitt frá hesti sem þáverandi innkaupastjóri Volkswagen átti. Þessi hestur hafði alla kosti hests að bera, var geðgóður, fallega skapaður og frábær reiðhestur. Því stakk hann upp á þessu nafni og eftir að fleiri samstarfmenn hans höfðu barið hest hans augum var ákveðið að bíllinn fengi sama nafn, þ.e. Golf. Þessa staðreynd má lesa um á safninu Stiftung AutoMuseum Volkswagen. Það hefur örugglega ekki sakað að Golf er einnig tilvitnun til Golfstraumsins, en látum það liggja á milli hluta.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent