Hvernig hræða á bílasölumenn Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 14:56 Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent