Frakkar vilja losna við dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 10:11 Það mun taka tímann sinn að losna við alla dísilbíla sem nú eru í Frakklandi. Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent