Dregur á milli stærstu bílaframleiðenda í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 15:27 Chevrolet tilheyrir General Motors, stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna. Slagurinn um markaðshlutdeild stærstu bílaframleiðendanna í Bandaríkjunum hefur aldrei verið harðari og bilið á milli þeirra hefur minnkað mjög á síðustu árum. GM og Ford hafa verið í efstu tveimur sætunum lengi en hlutdeild þeirra hefur samt minnkað jafnt og þétt. GM er nú með 17,6% hlutdeild en var með 28,2% árið 2000. Ford er nú með 14,7%, en var með 24,1% árið 2000. Toyota er nú alveg við það að ná Ford og er með 14,5% sölunnar. Tók Toyota fram úr Chrysler fyrir örfáum árum. Chrysler er nú með 12,7% en var með 15,7% árið 2000. Bilið milli stærsta og áttunda stærsta framleiðandanum, þ.e. GM og Volkswagen hefur minnkað frá 26% í 14% nú. Frá árinu 2000 hefur GM tapað mestri markaðshlutdeild allra framleiðenda, eða 10%. Sá framleiðandi sem unnið hefur inn mesta hlutdeild frá árinu 2000 er Hyundai-Kia, sem var með 2,3% en er nú með 8,1% hlutdeild þar vestra. Árið 2000 seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum, en á næsta ári er spáð 16,7 milljón bíla sölu. Sala bíla í Bandaríkjunum náði ákveðnum botni árið 2009 en þá seldust bara 10,4 milljónir bíla, en hún hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent
Slagurinn um markaðshlutdeild stærstu bílaframleiðendanna í Bandaríkjunum hefur aldrei verið harðari og bilið á milli þeirra hefur minnkað mjög á síðustu árum. GM og Ford hafa verið í efstu tveimur sætunum lengi en hlutdeild þeirra hefur samt minnkað jafnt og þétt. GM er nú með 17,6% hlutdeild en var með 28,2% árið 2000. Ford er nú með 14,7%, en var með 24,1% árið 2000. Toyota er nú alveg við það að ná Ford og er með 14,5% sölunnar. Tók Toyota fram úr Chrysler fyrir örfáum árum. Chrysler er nú með 12,7% en var með 15,7% árið 2000. Bilið milli stærsta og áttunda stærsta framleiðandanum, þ.e. GM og Volkswagen hefur minnkað frá 26% í 14% nú. Frá árinu 2000 hefur GM tapað mestri markaðshlutdeild allra framleiðenda, eða 10%. Sá framleiðandi sem unnið hefur inn mesta hlutdeild frá árinu 2000 er Hyundai-Kia, sem var með 2,3% en er nú með 8,1% hlutdeild þar vestra. Árið 2000 seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum, en á næsta ári er spáð 16,7 milljón bíla sölu. Sala bíla í Bandaríkjunum náði ákveðnum botni árið 2009 en þá seldust bara 10,4 milljónir bíla, en hún hefur vaxið jafnt og þétt síðan.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent