Bílaframleiðendur hætta að selja bíla í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 14:58 Fáir bílar seljast nú í Rússlandi. Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent