Vöxtur í bílasölu í Evrópu 15. mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 10:12 Volkswagen Golf, einn söluhæsti bíllinn í Evrópu. Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent