BMW 2 fær 3 strokka Mini vél Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 13:03 BMW 2-línan. BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent