Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Njarðvík 87-80 | Teitur fór stigalaus heim Henry Birgir Gunnarsson í Ásgarði skrifar 15. desember 2014 12:11 Marvin Valdimarsson var flottur á lokakafla leiksins. Hér sést hann með þjálfurum Stjörnunnar. Vísir/Valli Endurkoma Teits Örlygssonar í Garðabæinn fékk ekki farsælan endi fyrir hann í kvöld. Þá mátti hans lið sætta sig við tap gegn hans gömlu lærisveinum í hörkuleik.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik og því mikið undir í heimkomu Teits. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og héldust í hendur allan fyrsta leikhluta en staðan eftir hann var 24-24. Gestirnir frá Njarðvík tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta en voru þó aldrei meira en skrefi á undan heimamönnum. Þeim tókst að beisla Justin Shouse örlítið en hann skoraði 11 stig í fyrsta leikhlutanum. Fleiri stigu þá upp hjá Garðbæingum og sáu til þess að munurinn var aðeins fimm stig í hálfleik, 36-41. Þriðji leikhluti var beint framhald af því sem áður var. Njarðvík skrefi á undan og í hvert skipti sem gestirnir gerðu sig líklega til þess að taka hraustlegt forskot kom Stjarnan til baka. Hún beit alltaf frá sér. Munurinn sex stig, 57-63, þegar einn leikhluti var eftir. Stjarnan steig svo upp þegar á reyndi í síðari hálfleik. Kom með mikið áhlaup og tók frumkvæðið þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það fór allt niður, líka þristar af spjaldinu sem voru ekki kallaðir. Njarðvík virtist ekki ráða við pressuna á meðan heimamönnum jókst kraftur við hverja raun. Justin Shouse var frábær í liði Stjörnunnar eins og svo oft áður. Frye einnig mjög öflugur og svo kom Dagur Kár upp á hárréttum tíma í lokin. Njarðvík að spila vel lengstum en liðið virtist hreinlega fara á taugum undir lokin. Hinn brottrekni Dustin magnaður og Logi einnig mjög öflugur. Snorri og Mirko skiluðu einnig sínu.Teitur: Allt ánægjulegt nema úrslitin "Ég var þokkalega ánægður með leikinn lengst af. Við gerum smá mistök og gleymum okkur í lokin. Þegar Dagur og Marvin fá þessi opnu skot þá setja þeir þau niður. Ég þekki ekkert annað frá þeim," sagði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, eftir tapið gegn sínum gömlu lærisveinum í kvöld. Hans lið leiddi leikinn lengstum en virtist hreinlega fara á taugum undir lokin. "Við erum með 17 ára strák sem leikstjórnanda sem var búinn að spila í einhverjar 20 mínútur í deildinni hingað til. Auðvitað gerir hann sín mistök eins og aðrir og hann hefur gott af þessu. Er að læra. Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis á lokakaflanum og við verðum bara að læra af því." Það vildu margir fá að ræða við Teit í húsinu í kvöld enda er hann maðurinn sem kom körfuboltanum í Garðabæ almennilega á kortið. Vann meðal annars tvo bikarmeistaratitla með liðinu. "Það er alltaf gott að koma í þetta hús. Sjá strákana og hitta fullt af góðu fólki í kringum þetta lið. Það var því allt ánægjulegt við kvöldið nema úrslitin."Justin: Skrítið að sjá Teit á hinum bekknum Justin Shouse og fleiri minntu Teit Örlygsson hraustlega á það í kvöld hvað hann hafði kennt þeim á undanförnum árum er þeir tóku öll stigin. "Teitur er með risastórt hjarta og ég reyndi alltaf að gefa honum allt sem ég átti er ég spilaði fyrir hann. Þetta var erfitt fyrir hann örugglega og sérstaklega þar sem við ætluðum að taka vel á því," sagði Justin en hann átti flottan leik að venju. "Menn setja í annan gír er þeir mæta manni eins og honum. Það er gjaldið sem menn verða að greiða fyrir að vera goðsagnir. Það vilja allir vinna mann. "Það var skrítið að sjá Teit á hinum bekknum. Frábær náungi sem kenndi mér svo mikið. Ég hef ekkert nema gott um þann góða dreng að segja." Justin var eðlilega ánægður með lokakaflann hjá sínu liði er þeir kláruðu Njarðvík. "Þetta var einn af þessum leikjum þar sem engir þristar fara niður en svo allt í einu opnast allar flóðgáttir. Marvin, Gústi og Dagur stigu upp og svo kom þessi tröllatroðsla frá Jóni Orra. "Við erum venjulega sterkir í fjórða leikhluta. Auðvitað myndum við vilja vinna alla leiki með 20 stiga mun en það er því miður ekki alltaf þannig. Við eigum góða leikmenn með mikið sjálfstraust sem eru til í að stíga upp undir lokin."Leiklýsing: Stjarnan - Njarðvík.Leik lokið | 87-80: Frábær endurkoma hjá Stjörnunni sem rífur sig upp í fjórða sæti deildarinnar.4. leikhluti | 84-75: Dagur með þrist. Þetta er búið.4. leikhluti | 81-75: Spjaldið ofan í þristur hjá Ágústi. Fellur allt með Stjörnunni. 1.22 eftir.4. leikhluti | 78-73: Þristur frá Frye klikkar en Stjarnan vinnur boltann til baka jafnharðan. Marvin neglir svo niður þristi. Heimamenn í stuði. 1.45 eftir.4. leikhluti | 75-73: Dustin fer á línuna og Njarðvík fær loksins stig.4. leikhluti | 75-71: Heimamenn keyra grimmt á Suðurnesjamennina núna sem eiga ekki svör í augnablikinu. Dagur Kár á línuna og setur bæði niður. 2.54 eftir.4. leikhluti | 73-71: Dagur jafnar í 71-71 með þristi. Smekklega gert og húsið fyllist af lífi. Jón Orri treður svo og kemur Stjörnunni yfir. Allur meðbyr með heimamönnum. 3.23 eftir.4. leikhluti | 68-71: Þegar Stjarnan virtist ætla að komast yfir settu gestirnir út kassann á nýjan leik. Mikið fjör núna og meiri hraði en áður.4. leikhluti | 64-67: Nú eru komin alvöru átök og fjör í þennan leik. Njarðvík að taka mikið af sóknarfráköstum. Dýrt fyrir Stjörnuna. Logi brýtur ísinn. 6 mín eftir.4. leikhluti | 64-65: Hörkutroðsla hjá Ágústi sem átti að fá villu líka á Dustin en ekkert dæmt. Grimmd í heimamönnum núna. 8 mín eftir.4. leikhluti | 60-63: Marvin hleður í þrist og minnkar í þrjú stig, 60-63. Stjarnan stelur svo boltanum. "Við skulum fokkin gera þetta," öskrar leikmaður Stjörnunnar. Sá ekki hver.3. leikhluti búinn | 57-63: Í hvert skipti sem Njarðvík virðist vera að taka völdin þá kemur Stjarnan til baka. Þetta verður spennandi allt til enda. Justin og Dustin með 21 stig í sínum liðum.3. leikhluti | 52-59: Salisbery dottinn í stuð í liði Njarðvíkur. Breytir engu þó svo það sé búið að reka hann. Hann er kominn með 21 stig. 2.24 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 50-55: Justin farinn að láta finna fyrir sér á ný og kominn í 21 stig. 3.40 min eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 42-47: Njarðvík að byrja þetta betur í seinni hálfleik. Ætla ekki að gefa eftir forskotið. Stjarnan er þó fljót að svara fyrir sig. Logi kominn með 15 stig fyrir Njarðvík.3. leikhluti | 40-43: Hörðustu stuðningsmenn Stjörnunnar hafa sett á sig jólasveinahúfur í hálfleik og eru byrjaðir að láta í sér heyra. Aldrei of seint. Þetta byrjar eins og þetta endaði áðan - jafnt. Engin alvöru áhlaup hingað til þó svo þetta eigi að vera leikur áhlaupa.3. leikhluti | 38-41: Seinni hafinn. Stjarnan byrjar á því að sækja í átt að sjoppunni. Frye skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks.Hálfleikur | 36-41: Hörkuleikur í Ásgarði. Munurinn aldrei verið mikill á liðunum en Njarðvík skrefi á undan allan annan leikhluta. Justin er stigahæstur hjá Stjörnunni með 13 stig og Frye er með 10. Logi skoraði 13 fyrir Njarðvík og Dustin 10.2. leikhluti | 32-35: Justin ekki komist í gang í öðrum leikhluta og Njarðvík að þétta vörnina nokkuð vel.2. leikhluti | 30-31: Sama jafnræðið með liðunum. 6 mín í hálfleik.2. leikhluti | 26-29: "Takið tjaldhælana upp úr gólfinu. Hann var búinn að tjalda þarna." Fimmaur kvöldsins þegar kominn. Verður erfitt að toppa þennan. Aðeins að færast harka í leikinn rétt eins og í stúkuna.2. leikhluti | 24-26: "Slökkvið á þessu," hreytir Teitur út úr sér þegar Fiskikóngurinn gleymir að skrúfa niður í Páli Óskari. Verið að taka viðtal við kónginn þannig að eðlilegt að hann gleymi sér aðeins.1. leikhluti búinn | 24-24: Hress leikhluti að baki. Justin með 11 stig og Frye 8. Logi búinn að skora 11 fyrir Njarðvík og Mirko 6.1. leikhluti | 15-15: Justin og Frye skora 15 fyrstu stig Stjörnunnar. 9-6 skipting þar. Jafnræði með liðinum. 3.30 eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 11-10: Justin byrjar vel og kominn með sjö stig. Logi skorar fimm af fyrstu tíu hjá Njarðvík.1. leikhluti | 4-5: Logi Gunnars hleður í fyrsta þristinn. Justin býður svo upp á fyrsta loftboltann. Hann er mannlegur enda kvittar hann nánast að bragði.1. leikhluti | 2-2: Frye skorar fyrstu körfu kvöldsins en Mirko svarar að bragði. Mætingin á þennan leik er eiginlega til skammar. Eini körfuboltaleikurinn í kvöld.Fyrir leik: Allt klárt. Keyrum'etta í gang.Fyrir leik: Fimm mín í leik og byrjað að kynna. Mættu fleiri vera komnir í kofann en við skulum gefa okkur að það séu enn margir að sporðrenna burger frammi.Fyrir leik: Kiddi Óskars er meðal dómara í kvöld. Hann er að leika sér í rimlunum núna og dillir sér við tónlist Journey sem DJ FishKing býður upp á. Þetta er eitthvað rándýrt remix.Fyrir leik: Gæslan með rólegra móti. Krakkar að leika sér á vellinum 25 mín í leik. Nýta tækifærið meðan Stjarnan er í klefanum. Valtarinn og Svali hlæja mikið hér fyrir neðan mig. Greinilega í stuði sem veit á gott fyrir sjónvarpsáhorfendur.Fyrir leik: Körfuboltamenn hafa þann sérstaka vana að hita upp. Fara svo inn í klefa og koma aftur að hita upp. Stjarnan er í einni pásunni núna. Aldrei náð þessum kúltur almennilega.Fyrir leik: Menn hættir að spara búið að kveikja almennilega á ljósunum. Þetta var eins og á gamla Broadway hér áðan. Stelpurnar í sjoppunni einnig að verða klárar og fyrsta fólkið mætt í salinn.Fyrir leik: DJ Fiskikóngurinn er að byrja þetta kvöld með látum. Chop Suey á blastinu. Það var hækkað aukalega. Vonum að hann haldi áfram á þessum fínu slóðum.Fyrir leik: Það er mikið undir í þessum leik enda liðin jöfn að stigum. Stjarnan er í fimmta sæti fyrir leikinn en Njarðvík því sjöunda. Tveir punktar hér væru spikfeitir.Fyrir leik: Það er ekkert byrjað að hleypa inn í salinn strax en menn voru búnir að tenda grillið áðan. Hér í blaðamannastúkunni er ekki komið kaffi en það hlýtur að skila sér.Fyrir leik: Bæði lið byrja snemma að hita upp. Friðrik Ingi, þjálfari Njarðvíkur, labbar hringinn á sína menn og les þeim lífsreglurnar. Menn hlusta er Friðrik talar og honum finnst reyndar ekkert rosalega leiðinlegt að tala.Fyrir leik: Maðurinn sem var kóngurinn í Garðabæ frá 2008, Teitur Örlygsson, er í húsinu. Hann á örugglega eftir að drekka marga kaffibolla í kvöld með góðu fólki og segja skemmtilegar sögur. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Njarðvíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Endurkoma Teits Örlygssonar í Garðabæinn fékk ekki farsælan endi fyrir hann í kvöld. Þá mátti hans lið sætta sig við tap gegn hans gömlu lærisveinum í hörkuleik.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik og því mikið undir í heimkomu Teits. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og héldust í hendur allan fyrsta leikhluta en staðan eftir hann var 24-24. Gestirnir frá Njarðvík tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta en voru þó aldrei meira en skrefi á undan heimamönnum. Þeim tókst að beisla Justin Shouse örlítið en hann skoraði 11 stig í fyrsta leikhlutanum. Fleiri stigu þá upp hjá Garðbæingum og sáu til þess að munurinn var aðeins fimm stig í hálfleik, 36-41. Þriðji leikhluti var beint framhald af því sem áður var. Njarðvík skrefi á undan og í hvert skipti sem gestirnir gerðu sig líklega til þess að taka hraustlegt forskot kom Stjarnan til baka. Hún beit alltaf frá sér. Munurinn sex stig, 57-63, þegar einn leikhluti var eftir. Stjarnan steig svo upp þegar á reyndi í síðari hálfleik. Kom með mikið áhlaup og tók frumkvæðið þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það fór allt niður, líka þristar af spjaldinu sem voru ekki kallaðir. Njarðvík virtist ekki ráða við pressuna á meðan heimamönnum jókst kraftur við hverja raun. Justin Shouse var frábær í liði Stjörnunnar eins og svo oft áður. Frye einnig mjög öflugur og svo kom Dagur Kár upp á hárréttum tíma í lokin. Njarðvík að spila vel lengstum en liðið virtist hreinlega fara á taugum undir lokin. Hinn brottrekni Dustin magnaður og Logi einnig mjög öflugur. Snorri og Mirko skiluðu einnig sínu.Teitur: Allt ánægjulegt nema úrslitin "Ég var þokkalega ánægður með leikinn lengst af. Við gerum smá mistök og gleymum okkur í lokin. Þegar Dagur og Marvin fá þessi opnu skot þá setja þeir þau niður. Ég þekki ekkert annað frá þeim," sagði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, eftir tapið gegn sínum gömlu lærisveinum í kvöld. Hans lið leiddi leikinn lengstum en virtist hreinlega fara á taugum undir lokin. "Við erum með 17 ára strák sem leikstjórnanda sem var búinn að spila í einhverjar 20 mínútur í deildinni hingað til. Auðvitað gerir hann sín mistök eins og aðrir og hann hefur gott af þessu. Er að læra. Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis á lokakaflanum og við verðum bara að læra af því." Það vildu margir fá að ræða við Teit í húsinu í kvöld enda er hann maðurinn sem kom körfuboltanum í Garðabæ almennilega á kortið. Vann meðal annars tvo bikarmeistaratitla með liðinu. "Það er alltaf gott að koma í þetta hús. Sjá strákana og hitta fullt af góðu fólki í kringum þetta lið. Það var því allt ánægjulegt við kvöldið nema úrslitin."Justin: Skrítið að sjá Teit á hinum bekknum Justin Shouse og fleiri minntu Teit Örlygsson hraustlega á það í kvöld hvað hann hafði kennt þeim á undanförnum árum er þeir tóku öll stigin. "Teitur er með risastórt hjarta og ég reyndi alltaf að gefa honum allt sem ég átti er ég spilaði fyrir hann. Þetta var erfitt fyrir hann örugglega og sérstaklega þar sem við ætluðum að taka vel á því," sagði Justin en hann átti flottan leik að venju. "Menn setja í annan gír er þeir mæta manni eins og honum. Það er gjaldið sem menn verða að greiða fyrir að vera goðsagnir. Það vilja allir vinna mann. "Það var skrítið að sjá Teit á hinum bekknum. Frábær náungi sem kenndi mér svo mikið. Ég hef ekkert nema gott um þann góða dreng að segja." Justin var eðlilega ánægður með lokakaflann hjá sínu liði er þeir kláruðu Njarðvík. "Þetta var einn af þessum leikjum þar sem engir þristar fara niður en svo allt í einu opnast allar flóðgáttir. Marvin, Gústi og Dagur stigu upp og svo kom þessi tröllatroðsla frá Jóni Orra. "Við erum venjulega sterkir í fjórða leikhluta. Auðvitað myndum við vilja vinna alla leiki með 20 stiga mun en það er því miður ekki alltaf þannig. Við eigum góða leikmenn með mikið sjálfstraust sem eru til í að stíga upp undir lokin."Leiklýsing: Stjarnan - Njarðvík.Leik lokið | 87-80: Frábær endurkoma hjá Stjörnunni sem rífur sig upp í fjórða sæti deildarinnar.4. leikhluti | 84-75: Dagur með þrist. Þetta er búið.4. leikhluti | 81-75: Spjaldið ofan í þristur hjá Ágústi. Fellur allt með Stjörnunni. 1.22 eftir.4. leikhluti | 78-73: Þristur frá Frye klikkar en Stjarnan vinnur boltann til baka jafnharðan. Marvin neglir svo niður þristi. Heimamenn í stuði. 1.45 eftir.4. leikhluti | 75-73: Dustin fer á línuna og Njarðvík fær loksins stig.4. leikhluti | 75-71: Heimamenn keyra grimmt á Suðurnesjamennina núna sem eiga ekki svör í augnablikinu. Dagur Kár á línuna og setur bæði niður. 2.54 eftir.4. leikhluti | 73-71: Dagur jafnar í 71-71 með þristi. Smekklega gert og húsið fyllist af lífi. Jón Orri treður svo og kemur Stjörnunni yfir. Allur meðbyr með heimamönnum. 3.23 eftir.4. leikhluti | 68-71: Þegar Stjarnan virtist ætla að komast yfir settu gestirnir út kassann á nýjan leik. Mikið fjör núna og meiri hraði en áður.4. leikhluti | 64-67: Nú eru komin alvöru átök og fjör í þennan leik. Njarðvík að taka mikið af sóknarfráköstum. Dýrt fyrir Stjörnuna. Logi brýtur ísinn. 6 mín eftir.4. leikhluti | 64-65: Hörkutroðsla hjá Ágústi sem átti að fá villu líka á Dustin en ekkert dæmt. Grimmd í heimamönnum núna. 8 mín eftir.4. leikhluti | 60-63: Marvin hleður í þrist og minnkar í þrjú stig, 60-63. Stjarnan stelur svo boltanum. "Við skulum fokkin gera þetta," öskrar leikmaður Stjörnunnar. Sá ekki hver.3. leikhluti búinn | 57-63: Í hvert skipti sem Njarðvík virðist vera að taka völdin þá kemur Stjarnan til baka. Þetta verður spennandi allt til enda. Justin og Dustin með 21 stig í sínum liðum.3. leikhluti | 52-59: Salisbery dottinn í stuð í liði Njarðvíkur. Breytir engu þó svo það sé búið að reka hann. Hann er kominn með 21 stig. 2.24 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 50-55: Justin farinn að láta finna fyrir sér á ný og kominn í 21 stig. 3.40 min eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 42-47: Njarðvík að byrja þetta betur í seinni hálfleik. Ætla ekki að gefa eftir forskotið. Stjarnan er þó fljót að svara fyrir sig. Logi kominn með 15 stig fyrir Njarðvík.3. leikhluti | 40-43: Hörðustu stuðningsmenn Stjörnunnar hafa sett á sig jólasveinahúfur í hálfleik og eru byrjaðir að láta í sér heyra. Aldrei of seint. Þetta byrjar eins og þetta endaði áðan - jafnt. Engin alvöru áhlaup hingað til þó svo þetta eigi að vera leikur áhlaupa.3. leikhluti | 38-41: Seinni hafinn. Stjarnan byrjar á því að sækja í átt að sjoppunni. Frye skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks.Hálfleikur | 36-41: Hörkuleikur í Ásgarði. Munurinn aldrei verið mikill á liðunum en Njarðvík skrefi á undan allan annan leikhluta. Justin er stigahæstur hjá Stjörnunni með 13 stig og Frye er með 10. Logi skoraði 13 fyrir Njarðvík og Dustin 10.2. leikhluti | 32-35: Justin ekki komist í gang í öðrum leikhluta og Njarðvík að þétta vörnina nokkuð vel.2. leikhluti | 30-31: Sama jafnræðið með liðunum. 6 mín í hálfleik.2. leikhluti | 26-29: "Takið tjaldhælana upp úr gólfinu. Hann var búinn að tjalda þarna." Fimmaur kvöldsins þegar kominn. Verður erfitt að toppa þennan. Aðeins að færast harka í leikinn rétt eins og í stúkuna.2. leikhluti | 24-26: "Slökkvið á þessu," hreytir Teitur út úr sér þegar Fiskikóngurinn gleymir að skrúfa niður í Páli Óskari. Verið að taka viðtal við kónginn þannig að eðlilegt að hann gleymi sér aðeins.1. leikhluti búinn | 24-24: Hress leikhluti að baki. Justin með 11 stig og Frye 8. Logi búinn að skora 11 fyrir Njarðvík og Mirko 6.1. leikhluti | 15-15: Justin og Frye skora 15 fyrstu stig Stjörnunnar. 9-6 skipting þar. Jafnræði með liðinum. 3.30 eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 11-10: Justin byrjar vel og kominn með sjö stig. Logi skorar fimm af fyrstu tíu hjá Njarðvík.1. leikhluti | 4-5: Logi Gunnars hleður í fyrsta þristinn. Justin býður svo upp á fyrsta loftboltann. Hann er mannlegur enda kvittar hann nánast að bragði.1. leikhluti | 2-2: Frye skorar fyrstu körfu kvöldsins en Mirko svarar að bragði. Mætingin á þennan leik er eiginlega til skammar. Eini körfuboltaleikurinn í kvöld.Fyrir leik: Allt klárt. Keyrum'etta í gang.Fyrir leik: Fimm mín í leik og byrjað að kynna. Mættu fleiri vera komnir í kofann en við skulum gefa okkur að það séu enn margir að sporðrenna burger frammi.Fyrir leik: Kiddi Óskars er meðal dómara í kvöld. Hann er að leika sér í rimlunum núna og dillir sér við tónlist Journey sem DJ FishKing býður upp á. Þetta er eitthvað rándýrt remix.Fyrir leik: Gæslan með rólegra móti. Krakkar að leika sér á vellinum 25 mín í leik. Nýta tækifærið meðan Stjarnan er í klefanum. Valtarinn og Svali hlæja mikið hér fyrir neðan mig. Greinilega í stuði sem veit á gott fyrir sjónvarpsáhorfendur.Fyrir leik: Körfuboltamenn hafa þann sérstaka vana að hita upp. Fara svo inn í klefa og koma aftur að hita upp. Stjarnan er í einni pásunni núna. Aldrei náð þessum kúltur almennilega.Fyrir leik: Menn hættir að spara búið að kveikja almennilega á ljósunum. Þetta var eins og á gamla Broadway hér áðan. Stelpurnar í sjoppunni einnig að verða klárar og fyrsta fólkið mætt í salinn.Fyrir leik: DJ Fiskikóngurinn er að byrja þetta kvöld með látum. Chop Suey á blastinu. Það var hækkað aukalega. Vonum að hann haldi áfram á þessum fínu slóðum.Fyrir leik: Það er mikið undir í þessum leik enda liðin jöfn að stigum. Stjarnan er í fimmta sæti fyrir leikinn en Njarðvík því sjöunda. Tveir punktar hér væru spikfeitir.Fyrir leik: Það er ekkert byrjað að hleypa inn í salinn strax en menn voru búnir að tenda grillið áðan. Hér í blaðamannastúkunni er ekki komið kaffi en það hlýtur að skila sér.Fyrir leik: Bæði lið byrja snemma að hita upp. Friðrik Ingi, þjálfari Njarðvíkur, labbar hringinn á sína menn og les þeim lífsreglurnar. Menn hlusta er Friðrik talar og honum finnst reyndar ekkert rosalega leiðinlegt að tala.Fyrir leik: Maðurinn sem var kóngurinn í Garðabæ frá 2008, Teitur Örlygsson, er í húsinu. Hann á örugglega eftir að drekka marga kaffibolla í kvöld með góðu fólki og segja skemmtilegar sögur. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Njarðvíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum